Hleðslustöðvar í fjölbýli

Nú er möguleiki fyrir fjölbýlishús að rafvæðast á einfaldan máta. Rafbílastöðin mætir í fjölbýli og tekur út aðstæður og aflar gagna ásamt því að veita ráðgjöf til íbúa. 

Gerð er greining á aðstæðum ásamt hönnun á lagnakerfi miðað við aflþörf 100% rafbílavæðingar. 

  • Hleðslustöðvar
  • Álags- og aðgangsstýringar íbúa
  • Raf- og jarðverktaka
  • Sjálfvirkar greiðslulausnir frá húsfélagi til íbúa m.v notkun

Húsfélagið greiðir aðeins fyrir stöðvarnar og uppsetningu þeirra með staðgreiðslu eða áskrift eftir óskum og þörfum. Hver íbúi getur beðið með sín kaup á stöð þangað til hann fær rafbíl. Þegar stöðvarnar eru upp komnar og tengt við sjálfvirkt greiðslukerfi munu íbúar aðeins greiða fast mánaðargjald fyrir notkun á hugbúnaði sem sér um að senda íbúum sjálfvirkt rukkun hver mánaðarmót út frá notkun. 

Fáðu ráðgjöf við útfærslu á þínu fjölbýli