Heimahleðslustöðvar í fjölbýli

Heimahleðslustöðvar í fjölbýli

Nú þegar rafbílavæðingin er hafin verða kostir hennar sífellt meira heillandi gagnvart neytendum en búseta og aðstæður einstaklinga hefur ýmist áhrif á hvort fjárfest sé í rafbíl eða ekki. Það hefur almennt verið einfaldara og aðgengilegra fyrir einbýli og tvíbýli að setja upp hleðslustöðvar við heimili sín en nú er raunin önnur. Sannleikurinn er sá að stærri hluti landsmanna býr í fjölbýli og þar þurfa íbúar að geta hlaðið rafbíla sína ef þeir hafa ekki kost á að hlaða í vinnu eða nýta almenningstöðvar. Samkvæmt heimasíðu Þjóðskrá þann 27. ágúst 2020 - Talnaefni er hér aðgengilegt. Þar má sjá að einbýli og tvíbýli eru um 30.000 á meðan fjölbýli frá 3 íbúðum og meira er um 65.000 og tæplega helmingur af því er með 13 íbúðir eða fleiri.

Fjölbýlishús eru að eiga þetta samtal í dag, fleiri munu eiga það og munu þurfa að eiga samtalið um uppsetningu á hleðslustöðum í náinni framtíð. Sífellt fleiri eru að verða rafbílaeigendur og gera um leið kröfu eða ætlast til að fjölbýlishúsið sem þau hyggjast kaupa, leigja eða flytja í séu með aðgengilegar hleðslulausnir. Þess vegna getur fjárfesting húsfélags í innviðum hleðslu í fjölbýli haft verulega jákvæð áhrif á verðmæti íbúða. Hvort sem þú ert formaður, gjaldkeri eða bara íbúi í fjölbýli sem veist ekki hvort, hvernig eða hvenær þú eigir að ræða þessi mál að þá getur þú lesið þig til hér og fengið aðstoð þess efnis með því að senda tölvupóst á rafbilastodin@rafbilastodin.is.

Fyrst og síðast þarf að huga að því hleðsluaðstaða sé örugg og uppfylli kröfur um brunavarnir.

Veitur hafa tekið saman nokkra gagnlega punkta um rafbíla og fjölbýli.

 

BREYTING Á LÖGUM

Sumarið 2020 voru samþykktar breytingar á lögum um fjöleignarhús sem í grófum dráttum snúast um að ef þú býrð í fjölbýli og ætlar að kaupa rafbíl og vilt að komið sé fyrir hleðslustöð/stæði þá eru hindranir þess efnis engar.

Lögfræðingur húseigendafélagsins útskýrði greinilega í útvarpsviðtali á Rás 2 að ef einstaklingur í fjölbýli hyggst fara í rafbíl þarf hann ekki samþykki annarra fyrir því þó stæðin séu í sameign eða einkastæði og allir eru greiðsluskyldir.

Hér er hægt að horfa á rafrænan hádegisfund Verkís með yfirskriftinni Lögin sem liðka fyrir rafbílavæðingunni. Það er á ábyrgð stjórnar að fá úttekt og meta framtíðarþörf á hleðslulausnum og verða við ósk íbúa um hleðslustöð.

ENDURGREIÐSLUR

Ívilnanir vegna aðgerða við hleðslulausnir skv. lögum eru til staðar í dag og hér er yfirlit yfir það sem fæst endurgreitt.

  • Hleðslustöðvar - Á tímabilinu 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2023 fæst einnig endurgreiddur virðisaukaskattur vegna kaupa á hleðslustöð fyrir bifreiðar til uppsetningar í eða við íbúðarhúsnæði.

  • Kostnaður við uppsetningu - Á tímabilinu 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2023 heimilt að endurgreiða byggjendum íbúðarhúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna vegna uppsetningar hleðslustöðvar fyrir bifreiðar í eða við íbúðarhúsnæði.

Þess vegna gæti verið skynsamlegt að fjárfesta í framkvæmdum við að undirbúning og uppsetningu hleðslustöðva á tímabilinu 1. janúar 2020 - 31. desember 2023 til að nýta þær ívilnanir sem hafa verið settar. Það getur t.d falið í sér aðlögun á heimtaug, rafmagnstöflu og/eða jarðvinnu. 

STYRKIR

Fyrir utan endurgreiðslur frá ríkinu býður Reykjarvíkurborg upp á styrki til uppsetningar og hér er hægt að lesa styrktarreglurnar. Í grófum dráttum snýr þetta að því að fá styrk til að setja upp hleðslustöðvar. Hér má lesa nánar um samkomulagið. En það felur í sér að Orkuveita Reykjavíkur og Reykjavíkurborg leggja árlega 20 milljónir króna hvor í þrjú ár í sjóð til að úthluta styrkjum til húsfélaga íbúðarhúsa sem koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Hámarks styrkupphæð til hvers húsfélags er 1,5 m.kr en þó aldrei meira en sem nemur 67% af heildarkostnaði verksins og er eingöngu veittur til fjölbýla með 5 íbúðir eða fleiri. Skilyrði fyrir val á búnaði er að

Hleðslustöðvar þurfa að vera aðgengilegar öllum íbúum húsfélagsins og vera í eigu og umsjón húsfélagsins. Huga skal að því í upphafi hvernig kostnaði er skipt á milli þeirra sem nota hleðsluaðstöðuna. Hleðslustöðin skal geta haft samskipti (t.d. gsm) við miðlæga gagnasöfnun, sent upplýsingar um notkun og hleðslutíma til reikningsfærslu á hleðsluþjónustunni, vera búin búnaði til auðkenningar t.d. Rfid (Radio Frequency Identification) og hafa möguleika á álagsstýringu (t.d. skv. staðli OCPP 1.6) a.m.k. í framtíðinni.

Allur frágangur skal uppfylla kröfur íslenskra laga til raflagna og -kerfa og frágangs á þeim. Vinna við raflagnir og tengingar skal unnin af löggiltum rafverktaka og fylgja skal leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar um hleðslu rafbíla og raflagna.

Veittur er styrkur fyrir

a. Kostnað vegna ráðgjafar sérfræðinga um hönnun hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla við fjöleignarhús.

b. Allan efniskostnað við að koma upp hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla á lóð fjöleignarhúss þ.m.t. hleðslustöð, raflagnaefni og festingar.

c. Vinnu jarðvinnuverktaka og iðnaðarmanna við að koma fyrir raflögnum, setja upp hleðslustöðvar, tengingar raflagna og yfirborðsfrágang.

d. Kostnaður við leyfisveitingar og heimtaugagjald.

ÁLAGSSTÝRING

Álagsstýring er lykilatriði við val á hleðslustöðum í fjölbýlí, ástæðan fyrir því er að þú vilt takmarka heildarálagið til að vernda fjölbýlishúsið og útrýma áhættunni á ofhleðslu þegar margir eru t.d að hlaða í einu og/eða nota rafmagnið í húsinu (t.d elda, þvottavélar og slíkt). Koma í veg fyrir háar fjárfestingar í innviðum fjölbýlishússins eins og rafmagnstöflunni / hverfisstöðinni. Þetta hefur í för með sér að ekki er þörf á eins miklum fjárfestingum í innviðum. Sjá hér enska lýsingu og grein frá Virta Global um álagsstýringu.

Restricting the total charging load protects the local grid — eliminate a risk of overloading even when multiple chargers are being used simultaneously.

Sharing the charging load cuts costs for the required electricity connection.

No physical wiring between the devices — no extra infrastructure or installation costs.

ÞAÐ SEM HLEÐSLUSTÖÐVARNAR ÆTTU AÐ HAFA

Stöðvarnar þurfa að uppfylla alla staðla og kröfur sem gerðar eru um búnað til hleðslu rafbíla, vera veðurþolnar og bjóða upp á tengingar við staðarnet eða bluetooth og í sumum tilfellum „app“ tengingar við farsíma. Stöðvar ættu að hafa auðkenniskort (RF-ID) fyrir hvern notanda sem tryggir aðgengi þeirra sem eiga að geta notað stöðvarnar og um leið fyrirkomulag og skráningu á hver eigi að bera kostnað af hleðslu hvers og eins.

Álagsstýring tekur mið af álagi á rafkerfi hússins og tryggir að stöðvarnar valdi ekki yfirálagi og truflunum raftækjum hússins um leið og þær fullnýta afl- og hleðslugetu í samræmi við stærð inntaksins (t.d 3x63 KW) og álag annarar notkunar hússins á hverjum tíma. Það ætti að vera innbyggð DC vörn, lekaliði og mælir sem tryggir kostnaðardreifingu frá kerfinu.

Það er mikilvægt að söluaðilar hleðslulausna og uppsetningu útskýri búnað, kerfi og nálgun sína við framkvæmdir. Notendur gætu svo fengið námskeið við notkun stöðvanna ásamt praktískum upplýsingum um rafbíla. Þjónustuaðili stöðvanna á svo að geta bætt við stöðvum og notendum eftir ósk húsfélags ásamt að þjónusta og tryggja uppitíma stöðva og fyrirkomulag kostnaðar sé þess óskað.

Að lokum er fjárfestingunni betur varið ef kerfið er opið, þ.e OCPP (Open Charge Point Protocol). Hleðslustöðvar sem fylgja þessum stöðlum gera eigendum og fjölbýlum kleift að færa tengingar, hleðslugögn eða upplýsingar í annað ský eða kerfi. Flest fjölbýli eða fyrirtæki vilja geta sótt gögn til að haga greiðslumálum eða hleðslutölfræði með auðveldum hætti. Þessir staðlar gera það að verkum að hleðslustöðvar geta talað við ólík miðlæg kerfi sem þýðir að fjölbýlishús eru ekki eins læst inni til lengri tíma. Ef t.d framleiðandi hleðslulausna hættir þjónustu eða framleiðslu þá er hægt að nýta aðrar lausnir og eða ef samkeppnin býður betur.

Fyrir frekari ráðgjöf, upplýsingar og/eða aðstoð við hleðslulausnir í fjölbýli. Hafið samband við rafbilastodin@rafbilastodin.is