imgimg
Orkuskiptagreining bifreiðaflota

Greining með raungögnum núverandi bifreiðaflota og 360 gráðu þjónusta í orkuskiptum bifreiðaflota

Kynntu þér fjárhagslegan- og umhverfisvænan ávinning við innleiðingu rafdrifinna bifreiða í reksturinn

Hæfnismat til orkuskipta (e. electric vehicle suitability assessment) er hugbúnaðarlausn knúin áfram að stærsta gagnasafni fyrir raunveruleg gögn um raundrægni og frammistöðu rafbíla. Niðurstöður eru því gagnadrifnar (e. data driven) sem gera umskipti þín á bifreiðaflota fyrirtækisins yfir í rafmagn eins hnökralaust og mögulegt verður. Með sérhæfðri hugbúnaðarlausn frá Geotab og gagnasöfnun í gegnum ferilvöktunarbúnað færðu nákvæmt yfirlit yfir mynstur flotans og berð kennsl á bifreiðar sem henta best í rafbilaskipti.

 

Niðurstöður gefa þér sérsniðnar ráðleggingar um gerð rafbíla út frá framboði rafbíla á markaði þar sem tekið er tillit til frammistöðu þeirra við erfið veðurskilyrði. Tölulega niðurstöður yfir fjárhags- og umhverfisávinning með innleiðingu rafbíl út frá raunakstur fyrirtækisins.

img
Hvernig virkar orkuskiptagreining?

Hæfnismat hefst við að staðsetja mælitæki (GO-9 OBD II) í bifreiðar fyrirtækisins sem ætlaðar eru til orkuskipta eða flotastýringar. Geotab er í grunninn leiðandi flotastjórnunarkerfi á heimsmælikvarða með yfir þrjár milljónir bifreiða í flotastýringu um allan heim sem og á Íslandi (sjá hér).

 

Í kjölfar ísetningar hefst sjálfvirk gagnasöfnun á sama tíma og flotinn sinnir áfram daglegum rekstri sínum. Akstursnotkun er greind frá 6 mánuðum upp í 18-24 mánuði eftir ákvörðun fyrirtækis og tegund flota. Niðurstöður skila nákvæmum lausnum miða við raunakstursmælingu út frá framboði rafdrifinna bifreiða á markaðnum ásamt fjárhagslegum útreikning á kostnaðarábata sem og umhverfisávinning.

img
Fjárhagslegur ávinningur

Mun orkuskipti lækka rekstrarkostnað ?

 

Ef svo er, hversu mikið? Uppgötvaðu möguleikan á kostnaðarsparnaði og sjáðu heildarkostnað við eignarhald þegar skipt er yfir í rafbíla m.v leigu eða kaup

 

Forsendur raforkuverðs & olíuverðs eru settar inn ásamt áætluðum rekstrarkostnaði m.v gjöld, skatta, tryggingar, viðhald o.s.frv.

 

Sjáðu hvernig Enterprise bílaleigan nýtti sér raunveruleg gögn í stað ályktanna í orkuskiptum hér.

img
Drægniþörf

Drægnivissa (e. range assurance) fæst með mælingu á raunakstursgögnum og samanburði þeirra á framboði allra rafdrifinna bifreiða og væntri drægni þeirra að teknu tilliti til verstu aðstæðna

 

Niðurstöður sýna þér hvort bensín eða díselbíllinn geti verið skipt út fyrir rafbíl miða við að eingöngu sé hlaðið yfir nóttu eða utan vinnutíma. Svo þú getur fullvissað þig um að þú getir klára daginn á væntri drægni meira segja miða við verstu aðstæður (kulda, langkeyrslu o.fl). Að auki byggir þú þekkingu á hleðsluþörf til að hátta fyrirkomulag hleðslu til að lágmarka áhrif á vinnuframlag í akstri.

 

Þannig færðu nákvæmar tillögur um rafbílagerð sem henta verkefnum fyrirtækisins. Þessi ítarlega greining, sem byggir á raunverulegum gögnum um afköst rafbíla, athugar hvort rafhlaðan nái enn tilskildu drægi þínu þrátt fyrir erfiða veðurskilyrði.

img
Umhverfisáhrif

Fáðu nákvæmar niðurstöður á útblæstri bifreiðaflotans út frá raunakstri og fylgstu með minnkun eftir því sem fyrirtækið stígur skref í orkuskiptum.

 

Með því að mæla umhverfisávinninginn af því að skipta yfir í rafbíla sérðu hvernig kolefnislosun flota þíns mun minnka sem og heildarlækkun eldsneytis miðað við raunverulega tölfræði flotans.

Orkuskipti Öryggismiðstöðvar Íslands
Bóka kynningarfund hjá sérfræðing í orkuskiptum

Ertu með spurningar? Við förum yfir málin með þér. Fylltu út formið og við höfum samband fljótt!

Email *
Phone number *
Subject *
Message *