Aviloo rafhlöðu mæling

Aviloo

Sjálfstæð og vottuð rafhlöðu greining fyrir rafbíla

Lausnin er frá austurríska fyrirtækinu Aviloo sem hefur þróað tækni til að meta raunverulegt ástand rafhlöðu.

Aviloo stofnaði 2018 og vinna í dag með bílaframleiðendum eins og Benz, Volkswagen og Hyundai og til að mynda hefur TUV Austria er vottunarstofa og Cara sem er evrópskur samstarfsvettvangur bílaframleiðenda, þegar þessi hafa viðurkennd lausnina þá er hún kannski að stíga það skref að vera ekki einhver prófuð lausn með markmið heldur svo gott sem vísindalega viðurkennt tæki sem uppfyllir ströng skilyrði. Fjárfesting frá Invest AG er líka ákveðinn staðfestir að AVILOO sé trúverðug, verðmæt og lausn með vaxtarmöguleika.

Markmiðið er að vinna með skoðunarstöðvum, umboðunum, bílasölum til að gera þetta aðgengilegt fyrir kaupendur og seljendur og skapa aukna vissu og öryggi í bifreiðaviðskiptin.

Aviloo prófið er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, þ.e óháð prófun þvert á rafbíla- og tengiltvinnbíla og er skoða bæði það sem bíllinn segir, þ.e BMS úr tölvu bílsins en fyrst og síðast talsvert nákvæmara en það með því að skoða batteríið á meiri dýpt og kemur auga á hugsanleg frávik eða eitthvað sem þarf að skoða betur.

Þannig er batteríð greint á meiri dýpt og fer inn í sellurnar og skoðar t.d hitastig, hvort það sé hitaóregla, eitthvað misvægi, spennumunur eða ójafnvægi í sellum, sem gefur okkur ágæta hugmynd og setur svo fram til einföldunar heilsuprósentu (%).

Aviloo er viðurkennd lausn á alþjóðavísu og fjöldi fyrirtækja í samstarfi. 

  • BCA.Com er meðal fyrirtækja sem nýta lausnina hjá sér.
  • Hyundai hefur tekið upp lausnina í öllum sölustöðum sínum í Þýskalandi til að tryggja gagnsæi við endursölu notaðra rafbíla .
  • Arval, eitt stærsta bílasölufyrirtæki Evrópu, nýtir lausnina til að meta ástand rafhlaðna í sínum flota.

  • TÜV Austria og CARA hafa vottað prófunina sem áreiðanlegar og óháðar greiningaraðferðir .

 

Hvað greinir lausninn?

  • Jafnvægi milli sella og hitadreifingu í rafhlöðunni og gefur einkunn.
    • Ójafnvægi í sellum í rafhlöðu þýðir að sumar sellur eru hlaðnar eða tæmdar meira en aðrar. Þetta leiðir til þess að sumar sellur verða ofhlaðnar eða oftæmdar, sem skemmir þær hraðar, minnkar endingartíma rafhlöðunnar, og getur jafnvel valdið öryggisvandamálum eins og ofhitnun. Því er mikilvægt að sellurnar séu í jafnvægi til að rafhlaðan haldi góðri heilsu, öruggri notkun og hámarks afköstum
  • Hvernig bíllinn hefur verið hlaðinn og keyrður yfir líftíma rafhlöðunnar, þ.e notkunarmynstur og gefur einkunn eftir því, hér kæmi þá kannski vísbending um notkun eins og hraðhleðslu, hlaðinn oft upp í topp eða annað af því sem við nefndum.
  • Síðast en ekki síst prósentu heilsu rafhlöðu að mati þessa prófunar.
  • Á skýrslunni kemur einnig fram hvort ekki hafi örugglega náðst góð samskipti við miðlægan samskiptabúnað fyrir rafhlöðuna eða bílinn til að tryggja að gögnin séu áreiðanleg eða út frá réttum samskiptum.
  • Lausni er líka með stuðning við DoIP, sem er s.s diagnostics over internet protocol, sem er að koma inn núna og sumir framleiðendur byrjaðir að skipta yfir í það eins og benz og stellantis, þetta hefur að gera með uppfært aðgengi að gögnum, hraðari aðgengi mögulega og betra raunaðgengi að gögnum, það er orðið flóknari tölvubúnaður i bílum en það sem skiptir máli hér er að við erum með lausn sem aðlagar sig að því og getum þ.a.l talað um að ná 95% af bílum í svona greiningu.

Munurinn á að nota hrað- eða djúpgreiningu frá Aviloo frekar en einfaldan „lestur á heilsunni (SOH) úr tölvu bílsins (BMS) er listað hér:

🔍 Þættir

AVILOO mæling

BMS lestur (talva bíls)

Óháðleiki

Já – óháð bílaframleiðanda

Nei – háð framleiðanda

Nákvæmni

Mjög nákvæmt – byggt á mældri orku

Ónákvæmt – getur verið rangt eða óuppfært

Staðlað mat

Já – fylgir evrópskum staðli (GTR22, Euro7)

Nei – enginn stöðugur staðall

Greining niður á sellu

Já – metur heilsu á sellu- og einingarstigi

Nei – bara heildargildi

Greinir galla án villukóða

Já – getur fundið duld vandamál, t.d. deyjandi sellu

Nei – treystir bara á villukóða

Greinir ójafnvægi í sellum (balancing)

Já – og sýnir hversu vel rafhlaðan heldur jafnvægi

Nei – ekkert yfirlit

Skynjaraprófanir og kerfisathuganir

Já – staðfestir hvort BMS, hitanemar og skynjarar virki rétt

Nei – engin djúp greining

Samhæfni milli bíla

Já – hægt að bera saman milli ólíkra gerða og framleiðenda

Nei – ekki hægt að bera saman milli bíla

Vörn fyrir kaupanda og seljanda

Já – veitir áreiðanlegt vottað vottorð sem báðir aðilar geta treyst

Nei – ekki lögverndað eða staðfest