Aviloo heilsufarsmæling raf- og tengiltvinnbíla
Við bjóðum upp á óháða og vottaða prófun á rafhlöðum fyrir rafbíla og tengiltvinnbíla sem greinir raunverulegt ástand rafhlöðu/batterís í rafbílum og tengiltvinnbílum. Tæknin sem við notum er þróuð í Evrópu og hefur verið tekin í notkun af bílaframleiðendum sjálfum eins og Mercedes Benz, Volkswagen, Hyundai og Renault.
Niðurstaðan er skýrsla sem eigandi eða væntur kaupandi bíls fær í hendurnar.
Tvö próf
- Hraðgreining rafhlöðu (flash test) sem mælir rafhlöðuheilsu bílsins og tekur fljótan tíma og gefur góðar og áreiðanlegar niðurstöður.
Verð: 18.900 kr
- Djúpgreining rafhlöðu (premium test) er ítarlegra próf og nákvæmara en tekur lengri tíma og gefur mjög góðar niðurstöður. Bíllinn er hlaðinn í 100% og ekinn niður í 10% með tæki tengt við bílinn.
Verð: 41.900 kr
Fyrir hverja er lausnin?
-
Fyrir þá sem eru kaupa eða selja notaðan rafbíl.
-
Fyrir þá sem vilja raunsæja mynd af ástandi rafhlöðunnar á þínum bíl.
-
Fyrir þá sem eru bera saman bíla eða tryggja verðmat.
Afhverju að greina heilsuna?
- Tryggir að þú sért ekki að kaupa bíl með földu rafhlöðu vandamáli
- Verndar líka seljanda gegn ósanngjörnum kröfum, með traustu og hlutlægu vottorði.
- Gerir verðlagningu sanngjarna og gagnsæja – því rafhlaðan ræður jú verðmæti rafbíls.
- Byggir upp traust á notuðum rafbílum og hjálpar markaðnum að þroskast, það er það mikilvæga.
- Lausnin nær til 95% raf- og tengiltvinnbíla á markaðnum
-
Aviloo er viðurkennd lausn á Alþjóðavísu í samstarfi við fjölda þekktra fyrirtækja
Hvað greinir lausninn?
- Jafnvægi milli sella og hitadreifingu í rafhlöðunni og gefur einkunn.
- Ójafnvægi í sellum í rafhlöðu þýðir að sumar sellur eru hlaðnar eða tæmdar meira en aðrar. Þetta leiðir til þess að sumar sellur verða ofhlaðnar eða oftæmdar, sem skemmir þær hraðar, minnkar endingartíma rafhlöðunnar, og getur jafnvel valdið öryggisvandamálum eins og ofhitnun. Því er mikilvægt að sellurnar séu í jafnvægi til að rafhlaðan haldi góðri heilsu, öruggri notkun og hámarks afköstum
- Hvernig bíllinn hefur verið hlaðinn og keyrður yfir líftíma rafhlöðunnar, þ.e notkunarmynstur og gefur einkunn eftir því, hér kæmi þá kannski vísbending um notkun eins og hraðhleðslu, hlaðinn oft upp í topp eða annað af því sem við nefndum.
- Síðast en ekki síst prósentu heilsu rafhlöðu að mati þessa prófunar.
- Á skýrslunni kemur einnig fram hvort ekki hafi örugglega náðst góð samskipti við miðlægan samskiptabúnað fyrir rafhlöðuna eða bílinn til að tryggja að gögnin séu áreiðanleg eða út frá réttum samskiptum.
- Lausni er líka með stuðning við DoIP, sem er s.s diagnostics over internet protocol, sem er að koma inn núna og sumir framleiðendur byrjaðir að skipta yfir í það eins og benz og stellantis, þetta hefur að gera með uppfært aðgengi að gögnum, hraðari aðgengi mögulega og betra raunaðgengi að gögnum, það er orðið flóknari tölvubúnaður i bílum en það sem skiptir máli hér er að við erum með lausn sem aðlagar sig að því og getum þ.a.l talað um að ná 95% af bílum í svona greiningu.
Dæmi um skýrslu
Við bjóðum upp á greiningu á staðnum og sjáum um alla framkvæmd. Hafðu samband til að bóka mælingu eða fá frekari upplýsingar.
BÓKA HEILSUFARSMÆLINGU