Flotastjórnun til orkuskipta
Flotastjórnunarkerfið frá Geotab er verðlaunuð lausn á heimsmælikvarða í stöðugri þróun og það fremsta á markaðnum í dag þegar kemur að flotastjórnun til orkuskipta með öflun gagna. Eitt framsæknasta flotastjórnunarkerfi heims frá hefbundnum bílum yfir í rafbíla og stór vinnutæki.
Meðal viðskiptavina eru t.d Enterprise bílaleigan, Pepsico, AT&T, Telefonica o.fl.
Geotab hefur verið starfandi síðan árið 2000 og farið úr 1 bifreið í 200.000 bifreiðar og er nú með í yfir 130 löndum:
- 44,000 viðskiptavini
- 2.3 milljónir áskrifenda á bifreiðar

Flotastjórnun rafdrifinna bifreiða
Fyrirtæki sem eru búin að innleiða rafbíla í flotann geta nýtt kerfið sem flotastjórnunarkerfi með sérstöku aðgengi að gögnum rafbíla til að ná hagræðingu í rekstri og hagkvæmni í rekstri rafbílaflota.
-
Rauntíma staða á hleðslu rafbíls á korti (Battery Charge % during charging (real-time) Charging Status, Live Map)
-
Hleðslusaga & skýrsla (Charging History
EV Charging Report Basic) út frá dags., staðsetningu & orku. -
Orkunotkun skýrsla (Electric Energy, Fuel and EV Energy Report)

Innleiðing rafbíla með EVSE hæfnismati
Innleiðing á flotastjórnunarkerfi Geotab slær tvær flugur í einu höggi. Þú stýrir flota fyrirtækisins á sama tíma og þú safnar gögnum til að meta hæfni fyrirtækisins til orkuskipta (EV Suitability Assessment / EVSA).
Gagnadrifinn lausn með hagkvæmri innleiðingu á rafbílum í reksturinn og áframhaldandi notkun á flotastjórnunarkerfi Geotab fyrir nýjan rafdrifinn flota. Fyrirtæki horfir þannig til hefbundinnar flotastjórnunar á núverandi bifreiðar og safnar um leið gögnum til að styðja ákvarðanatöku til orkuskipta.