Flotastjórnunarkerfi Geotab

Flotastjórnunarkerfið MyGeotab sækir gögn úr bílum með ökurita til flotastýringar með það að markmiði að besta rekstur bifreiða og verkefni fyrirtækisins með aukinni framleiðni og lægri kostnað. Hvort sem það er staðsetning bifreiða (GPS) í rauntíma með skráningu svæða (e. Geofence) með tilkynningum og skýrslum, akstursvenjur (e. driver behavior), viðhaldsvöktun (e. maintenance), tilkynning um árekstra (e. possible collision) og aðgengi að gögnum, þ.e raun km stöðu (odo) bifreiða, eldsneytis- og orkuáfyllingar, meðaleyðslu (l/100 km). MyGeotab kerfið er verðlaunuð lausn á heimsmælikvarða með 22+ ár af reynslu í fjarskiptum bifreiða (e. telematics) sem 47.000 fyrirtæki á heimsvísu nota í 3.6 milljónum bifreiða. 

Helstu eiginleikar

  • GPS Staðsetning og svæði (geofence): Geotab veitir nákvæma og stöðugar upplýsingar um rauntíma staðsetningu (GPS) ökutækja. Þetta gerir viðskiptavinum kleift að fylgjast með hvar ökutæki fyrirtækisins eru hverju sinni, hvernig þau hreyfast, hve lengi þau voru og hvar þau hafa verið (e. trip history). Ítarlegri gögn og skýrslur er hægt að sækja um ferðir yfir lengri tímabil. Með skilgreiningu svæða (e. zone / geofence) er hægt að sækja notendavæn yfirlit og skýrslur yfir ferðir á tiltekin svæði.

  • Akstursgreining: Kerfið veitir framúrskarandi lausn í að greina akstur, hámarkshraða aksturs, lausagang og fleiri þætti á tilteknum tímabilum. Þetta getur hjálpað við að bæta akstri og minnka áhættu.
  • Raun kílómetrastaða: Raun kílómetrastaða fæst annarsvegar þráðlaust eða í gegnum OBD GO-9 kubb sem hægt er að skila inn til Island.is eða í gegnum API lausn Rafbílastöðvarinnar beint til Samgöngustofu.
  • Orku- og eldsneytisnotkun: Geotab mælir og birtir upplýsingar um orku- og eldsneytisnotkun flotans eftir tímabilum. Viðskiptavinir geta notað þessar upplýsingar til að mæla meðaleyðslu, útblástur og fyrir rafbíla er hægt að sjá nákvæmt yfirlit yfir hleðsluhegðun
  • Viðhaldsvöktun: Kerfið heldur utan um viðhald bifreiða og sendir áminningar um smur, þjónustuskoðanir, dekkjaskipti eða annað reglubundið viðhald sem byggir á tíma eða km stöðu bifreiða. Sjálfvirk vöktun er tímasparnaður og hjálpar til við að halda ökutækjum í góðu ástandi.
  • Akstursvenjur: Geotab mælir ýmsa þætti í aksturshegðun eins og hraða bifreiðar, hröðun, krappar beygjur, hemlun og fleira sem hafa áhrif á akstursvenjur og öryggi. Þessar upplýsingar geta verið gagnlegar til að bæta akstur og auka öryggi á veginum.
  • Öryggismeldingar og viðvaranir: Geotab getur veitt viðskiptavinum öryggismeldingar og viðvaranir um óregluleika, eins og árekstur, óvenjulegan akstur, hámarkshraðakstur í borgum og utanbæjar, og fleira sem getur haft áhrif á öryggi í umferðinni.
  • Villumeldingar (e. faults): Kerfið sýnir ef upp koma villumeldingar í bifreiðum svo hægt sé grípa inn í með fyrirbyggjandi aðgerðum. Dæmi eru t.d eins og vélarljós (e. engine light), olíuljós (e. engine oil deteriorated), lág staða á rafgeymi (warning vehicle battery has low voltage), staða á kerti (e. glow plug heater control A) o.fl.
  • Sjálfbærni og orkuskipti (e. Electric vehicle suitability assessment): Geotab gerir viðskiptavinum kleift að hefja orkuskipti með ítarlegri greiningu á akstursgögnum og tillögu að rafbílum byggt á drægni og aðstæðum veðurs. Þannig er hægt vinna markvisst að lægri losun með gagnadrifnum ákvörðunum í orkuskiptum og inngripum í lausagang (e. idling). 

Innleiðing á flotastjórnunarkerfi Geotab slær tvær flugur í einu höggi. Þú stýrir flota fyrirtækisins á sama tíma og þú safnar gögnum til að meta hæfni fyrirtækisins til orkuskipta (EV Suitability Assessment / EVSA) ásamt ítarlegri greiningu um ákjósanlega hleðsluinnviði, þ.e staðsetningu hleðslustöðva og tegund (DC, AC) byggt á akstursögnum, stopptíma og drægniþörf.

Sjá nánar hér fyrir orkuskipti fyrirtækja með Geotab.

Myndband sem sýnir virkni EVSA hæfnismats

  • Fjartenging (OEM): Mismunandi framleiðendur bifreiða og nýjustu gerðir gefa kost á að fjartengja við ökutæki án þess að nota millibúnað (OBD kubba eða samb.) sé bifreið búin TCU (e. telematics control unit) frá framleiðanda. Þessi lausn er framtíðin í tengingu við bifreiðar til flotastýringar. Geotab vinnur hörðum höndum að því að koma fleiri framleiðendum í þessa lausn svo viðskiptavinir geta notið góðs af því að sleppa við umsýslu tenginga með millibúnaði fyrir sömu gögn. Hér má sjá framleiðendur sem komnir eru í þráðlausa virkni með Geotab
  • Tölfræðigögn og skýrslugreiningar: Geotab kerfið býður upp á framúrskarandi og notendavæna lausn til að sækja skýrslur eftir þörfum og sjálfvirkt um þau gögn sem óskað er eftir til að hagnýta eftir mismunandi aðstæðum. 
  • Rafbílar: Geotab er fremst í flokki þegar kemur að gögnum úr rafdrifnum bifreiðum. 
    • Rauntíma staða á hleðslu rafbíls á korti (Battery Charge % during charging (real-time) Charging Status, Live Map). 
    • Hleðslusaga & skýrsla (Charging History) út frá dags., staðsetningu & orku.
    • Orkunotkun skýrsla (Electric Energy, Fuel and EV Energy Report)

Frekari virkni í Geotab

  1. Kælivöktun fyrir bifreiðar með kældar vörur til að fylgjast og vakta hitastig (C) í farmi bifreiðar.
  2. Vöktun rafgeyma fyrir hitun í Camper bifreiðum bílaleigna.
  3. Lyklalaus (e. keyless solution) fyrir bílaleigur sem vilja huga að lyklalausu aðgengi bifreiða.
  4. Opin vefþjónusta (API) fyrir hnökralausa tengingu við önnur kerfi fyrirtækisins þar sem gagnaþættir eru sóttir og birtir.  MyGeotab hefur tengimöguleika og vefþjónustu (API) ásamt stuðning við allar bifreiðar og yfir 150 rafbílategundir á heimsvísu. 
  5. Gervigreind (AI) veitir innsýn og tillögur í aðgerðir eftir uppsöfnuðum gögnum og aðstoðar þannig við framsetningu og hagnýtingu til gagnadrifinna ákvarðanataka.

Viðskiptavinir Geotab 

Meðal viðskiptavina Geotab á heimsvísu eru t.d Enterprise bílaleigan, Pepsico, AT&T, Telefonica o.fl. Samstarf Geotab við fjölda fyrirtækja sýnir áreiðanleika kerfisins.

  • Samstarf Geotab, Telefonica og Europcar má lesa um hér og samstarf Europcar og Geotab í UK hér.

"Enterprise, currently managing around 2.1 million vehicles worldwide, has signed an agreement with telematics provider Geotab to become its authorised seller in the UK.

The deal will allow Enterprise customers to use Geotab's fleet management solutions, gathering specific vehicle performance data through Geotab GO and extracting insights to improve efficiency, safety and sustainability through the MyGeotab platform"

  • Samstarf Geotab við Öryggismiðstöðina á Íslandi í orkuskiptum og flotastýringu 140 bifreiðar í rekstri fyrirtækisins.

Rafbílastöðin er opinber endursöluaðila Geotab á Íslandi

    -
        

    Bókaðu kynningu hjá sérfræðingum í flotastjórnun  

    Hafa samband