Rafbílastöðin og HSN hafa nú í kjölfarið undirritað samkomulag um áframhaldandi vegferð orkuskipta og greiningarvinnu með Rafbílastöðinni undir yfirheitinu Flotastjórnun til framtíðar sem felur í sér vinnu við orkuskipti, innviðauppbyggingu og markvissar aðgerðir til að stuðla að vistvænum akstri í gegnum almenna flotastýringu.
Með EVSA (Electric Vehicle Suitability Assessment) hugbúnaðar lausninni geta fyrirtæki nú aflað akstursgagna úr bílum fyrirtækisins og séð nákvæmlega hvaða bílar í flotanum geta verið skipt út fyrir rafbíl út frá drægniþörf og stærð þeirra. Ákvarðanir í orkuskiptum geta þannig verið teknar út frá raungögnum og minnkað þannig óvissu sem leiðir til rangra fjárfestinga. Kynntu þér málið.
Hraðhleðslustöðvar eru vítt og dreift um landið, á þjónustumiðstöðum, sundlaugum, hótelum osfrv. Án undantekninga eru hraðhleðslustöðvar sem hlaða CCS og Chademo meðáfastri snúru svo ekki þarf að vera með slíkt.
Við uppsetningu á heimahleðslustöð þarf að byrja á að skoða stöðina sem á að nota og aðstæður út frá rafmagni. Rafvirki byrjar á úttekt til að meta aðstæður. Það felur í sér t.d
Hleðsluaðferð 3: Hér er horft í sérhæfðan búnað (hleðslustöð) sem er fastengdur við raflögn með aðlögun á hleðslustraum, t.d 16A eða 32A. Það er sérstakur tengibúnaður. Sérstaklega er mælt með þessari aðferð.Hér lausnin því að fjárfesta í hleðslustöð hjá söluaðilum og fá viðeigandi ráðgjöf og þjónustu hjá reyndum rafvirkjum / fagaðilum í uppsetningu hleðslulausna eftir aðstæðum og þörfum eiganda. Hvort heldur ef um ræðir einbýli, fjölbýli eða stærri skipulagsheildir.
Hinn ótvíræði og flókni heimur hleðslulausna, þ.e að finna út hvernig, hvar og hvenær maður eigi að hlaða rafbílinn sig. Það er í raun hið eiginlega ákvörðunartré sem hægt er að fylgja.
Það er jákvætt þegar húsfélög komast að samkomulagi um að hugsa til framtíðar og leggja sitt af mörkum til umhverfisins. Fréttablaðið í morgun (09.03.20) birtifréttum fjölbýlishús á höfuðborgarsvæðinu sem setti upp nýja hleðslustöð fyrir allt að 5-8 rafbíla og möguleika á stækkun upp í 10-16 rafbíla
Einn helsta óvissa fólks við kaup á rafbíl er meðal annars hvort rafhlöðurnar muni endast vel. Það vill svo til að rannsóknir og reynsla sýna að vænt ending rafhlöðu er meiri en margir halda. Hún er einfaldari búnaður en í jarðefnaeldsneytis bifreiðum ogrannsóknGeotab sýnir að á rúmlega sex árum hefur meðaltals rýrnun rafhlaðna einungis verið um 15% og flestir framleiðendur eru auk þess með átta ára ábyrgð af heilsu rafhlöðunnar m.v tiltekna %.
Árið er 2020 og sala rafbíla á fyrstu mánuði ársins voru 131 hreinir rafbílar eða 18% af heildarsölu nýrra bíla, sem er aukning um 40% frá því árinu á undan. Sjá ítarleg tölfræðihér.
Samkvæmt upplýsingum Rafbílastöðvarinnar frá umboðunum eru flest allir hreinir rafbílar með8 ára ábyrgð af rýmd rafhlöðunar, sem miðar jafnframt við akstursfjölda, iðulega í kringum 150.000 - 160.000 km. Hvort sem kemur á undan. Jafnframt er miðað við rýmdartap frá 65 - 75% eftir umboðum, þ.e ef að rafhlaða fer niður í 75% rýmd innan við 8 ár þá er skipt út sellum eða batteríinu. Benz EQC miðar þó við að ef ampere hour (AH) mælist undir 162 þá er það lagað eða skipt um.
Þegar við ætlum að kaupa okkur notaðan rafmagnsbíl viljum við vita heilsuna á batteríinu en hvað er það sem hefur áhrif á líftíma rafhlöðunnar, þ.e heilsuna á henni. Hvað getum við gert til að til að stuðla að auknum líftíma ?