Notendavæn uppsetning á hleðslustöð
Við uppsetningu á heimahleðslustöð þarf að byrja á að skoða stöðina sem á að nota og aðstæður út frá rafmagni. Rafvirki byrjar á úttekt til að meta aðstæður. Það felur í sér t.d
-
Hvernig stöð viðkomandi ætlar að kaupa (einfasa eða þriggja fasa, er innbyggður Lekaliði B t.d)
-
Greina rafmagnstöfluna (sendar myndir) og lagnaleið, hvort notaðar séu rennur eða rör.
-
Hvort það þurfi sérstaka aðlögun á rafmagnstöflu, þ.e varbúnað o.fl.
-
Hvort það þurfi að fara í gegnum veggi o.s.frv.
Fyrsta skrefið er skoðuninn (ráðgjöf, útfærsla og þarfagreining). Út frá skoðun/greiningu er hægt að sjá hvort uppsetningargjald falli innan ramma kostnaðaráætlunar*. Þetta er framtíðar líflína rafbílsins og orkunnar sem þú munt nota flest alla daga og því er gott að horfa vel og skynsamlega í fyrstu skrefinn.
Lykilatriði fyrir þig sem notanda er að stöðin og uppsetningin henta þínum þörfum, sé notendavæn út frá þeirri notkun sem lagt er upp með og horft til.
Lesefni
-
Hægt er að skoða kynningu Rafbíla, hleðslustöðvar og raflagnir frá Samtökum Iðnaðarins
-
Hleðsla rafbíla og raflagnir frá Mannvirkjastofnun
Fyrir tilboð og forskoðun á uppsetningu hleðslustöðva hafðu samband við okkur rafbilastodin@rafbilastodin.is.