Græn húsfélög - Hleðslustæði
Það er jákvætt þegar húsfélög komast að samkomulagi um að hugsa til framtíðar og leggja sitt af mörkum til umhverfisins. Fréttablaðið í morgun (09.03.20) birti frétt um fjölbýlishús á höfuðborgarsvæðinu sem setti upp nýja hleðslustöð fyrir allt að 5-8 rafbíla og möguleika á stækkun upp í 10-16 rafbíla
Áhrifin af þessu eru auðvitað jákvæð fyrir þá íbúa sem kaupa sér rafbíl og geta þá hlaðið rafbílinn heima hjá sér og jafnframt hefur þetta jákvæð áhrif á fasteignaverð eftir þessum á dagana drífur. Eigendum rafbíla fjölgar og eftirspurn eftir fjölbýli með hleðslustæðum mun aukast og gera fjölbýli sem bjóða upp á slíkar lausnir meira heillandi.
Húsfélagið sótti um styrk hjá OR og Reykjavíkurborg sem ætla að leggja til árlega 20 milljónir króna hvor í styrki í þrjú ár í sjóð sem úthlutar styrkjum til húsfélaga íbúðarhúsa sem koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla.
Kostnaður var samtals 3,4 m. kr. - og styrkurinn var 1.5 m. kr. - sem er hámarksstyrkur sem hægt er að fá, eða allt að 2/3 af heildarkostnaði, styrkveitingar standa í þrjú ár skv heimasíðu Reykjavíkurborgar.
Styrktarreglur sjóðsins segja að veittur sé styrkur til eftirfarandi þátta:
-
Kostnað vegna ráðgjafar sérfræðinga um hönnun hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla við viðkomandi fjöleignarhús.
-
Allan efniskostnað við að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla á lóð viðkomandi fjöleignarhúss þ.m.t. hleðslustöð, raflagnaefni og festingar.
-
Vinnu jarðvinnuverktaka og iðnaðarmanna við að koma fyrir raflögnum, setja upp hleðslustöðvar, tengingar raflagna og yfirborðsfrágang.
-
Kostnaður við leyfisveitingar og heimtaugagjald.
Eyðublað fyrir umsókn er að finna hér. Fysta skrefið er að fá fagaðila til að leggja niður kostnaðaráætlun og tilboð í allt ferliðút frá nánari skoðun á aðaltöflu hússins, það er ýmislegt sem þarf að skoða til að hægt sé að leggja niður nákvæma kostnaðaráætlun, td.d hvort aðal rafmagnstafla og rafmagnsælir sé fyrir utan útvegg á húsi, hvort það sé pláss fyri varbúnað í aðal rafmagnstöflu.
Við hvetjum húsfélög til að gerast vistvæn og skoða ávinning þess að setja upp hleðslustöðvar fyrir núverandi og verðandi íbúa.