Áratugur rafbílsins 2020

Árið er 2020 og sala rafbíla á fyrstu mánuði ársins voru 131 hreinir rafbílar eða 18% af heildarsölu nýrra bíla, sem er aukning um 40% frá því árinu á undan. Sjá ítarleg tölfræði hér.

Þann 4. febrúar voru fjöldi rafbíla 3.966 samkvæmt tölfræði Orka náttúrunnar á myndinni hér til hægri.

Heildarsala hreinna rafbíla á Íslandi 2019 voru 7,8% og í Evrópu var heildarsala rafbíla um 2,3% af heildarsölu á meðan tengiltvinnbílar voru aðeins 1,3%.

Stjórnvöld eru að styðja við vistvæna bíla með breytingum á ívilnunum, sjá yfirlit hér

  • Niðurfelling á VSK breytist fer úr 1.440.000 kr. - í 1.560.000 í júlí 2020.

  • 100% VSK endurgreiðsla af vinnu manna við uppsetningu á hleðslustöð við íbúðarhúsnæði 2020 - 2023.

  • Enginn vörugjöld af rafbílum þar sem CO2 útblástur í g/km er 0 grömm.

Víðamikill aðgerðaráætlun í loftlagsmálum var kynnt 10. september 2018:

Áratugur rafbíla er byrjaður.

 

Aðgerðaáætlunin samanstendur af 34 aðgerðum. Megináherslurnar eru tvær; orkuskipti, þar sem sérstaklega er horft til hraðrar rafvæðingar samgangna og…

Verulega verður aukið við fjárfestingar og innviði vegna rafvæðingar í samgöngum en áætlað er að verja 1,5 milljarði króna til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla, rafvæðingar hafna og fleiri nauðsynlegra aðgerða í orkuskiptum hér á landi á næstu fimm árum. Þá er ekki meðtalinn kostnaður við áframhaldandi ívilnanir fyrir rafbíla sem þegar eru meðal þeirra mestu sem þekkjast. Kolefnisgjald verður áfram hækkað og mörkuð sú stefna að frá og með árinu 2030 verði allir nýskráðir bílar loftslagsvænir.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: Við höfum einbeittan vilja til að ná raunverulegum árangri til að uppfylla markmið Parísarsáttmálans og markmiðinu um kolefnishlutlaust Ísland 2040.