Samstarfssamningur við Heilbrigðisstofnun Norðurlands í orkuskiptum & flotastjórnun

Rafbílastöðin og Heilbrigðisstofnun Norðurlands (e. Health Care Institution of North Iceland) hafa nú undirritað samkomulag um vegferð orkuskipta og greiningarvinnu með Rafbílastöðinni undir yfirheitinu Flotastjórnun til framtíðar sem felur í sér vinnu við orkuskipti, innviðauppbyggingu og markvissar aðgerðir til að stuðla að vistvænum akstri í flotastýringu með flotastjórnunarkerfi GEOTAB. Stofnunin hefur nú fullkomna yfirsýn yfir bifreiðaflota fyrirtæksins og mun áframhaldandi gagnasöfnun tryggja lifandi bestun í ákvörðun orkuskipta samhliða þeirri reynslu sem myndast.

Á myndinni má sjá tvo rafbíla á vegum HSN fyrir framan útibú HSN á Akureyri. Aðilar í mynd eru Arnar Jónsson, eiganda Rafbílastöðvarinnar, Sigurður Inga Friðleifsson Sviðsstjóra loftslagsbreytinga og nýsköpunar hjá Orkustofnun, Jón Helgi Björnsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Eysteinn Heiðar Kristjánsson, verkefnastjóri sjúkraflutninga og Þórhallur Harðarson frkv. Stjóra fjármála og stoðsviða.
Á myndinni má sjá tvo rafbíla á vegum HSN fyrir framan útibú HSN á Akureyri. Aðilar í mynd eru Arnar Jónsson, eiganda Rafbílastöðvarinnar, Sigurður Inga Friðleifsson Sviðsstjóra loftslagsbreytinga og nýsköpunar hjá Orkustofnun, Jón Helgi Björnsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Eysteinn Heiðar Kristjánsson, verkefnastjóri sjúkraflutninga og Þórhallur Harðarson frkv. Stjóra fjármála og stoðsviða.

Verkefni

Orkustofnun, HSN og Rafbílastöðin hafa síðastliðið ár unnið að sértækri greiningarvinnu á bifreiðaflota stofnunarinnar fyrir orkuskipti og uppbyggingu hleðsluinnviða. Bifreiðafloti Heilbrigðisstofnunar Norðurlands eru ríflega 40 talsins og þjónusta Norðurlandið eða allt frá Blönduósi til Þórshafnar á Langanesi.

Árið 2023 hófst verkefnið með innleiðingu á greiningarbúnaði í allar bifreiðar stofnunarinnar til gagnasöfnunar í tilgangi orkuskipta og innviðagreiningu. Eitt af fyrstu skrefum allra fyrirtækja með bifreiðaflota sem ætlar sér að vinna að sjálfbærnimálum er að ná þessari yfirsýn og vinna markvisst að sjálfbærni í notkun flotans með orkuskiptum og vistakstri. Bílarnir hafa nú safnað raungögnum, um akstursferðir og hvar þeir dvelja mest, yfir heilt ár í starfsemi stofnunarinnar. Þetta gefur nákvæma og góða yfirsýn yfir notkunarmynstur flotans og niðurstöður um hvar eigi að byggja upp hleðsluinnviði út frá raun hleðsluþörf.

Hleðsluinnviðir HSN út frá greiningu

Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að frá fyrsta vetrardegi 2023 til sumardagsins fyrsta 2024 var óvenju kalt á Íslandi og þá sérstaklega á Norðurlandi. Niðurstöður gagnagreiningar sýna fram á skýran fjárhagslegan og umhverfislegan ávinning til skemmri og lengri tíma af orkuskiptunum Að auki sýna gögnin að það er ekki vandkvæðum búið að skipta öllum bifreiðaflota stofnunarinnar yfir í orkunýtnari lausn eins og rafbíla þrátt fyrir krefjandi vetraraðstæður.

Árangurinn

Á tímabilinu hefur stofnunin samhliða innleitt 8 hreina rafbíla í flotann með góðum árangri. Gögnin nýtast áfram fyrirtækinu fram á við í aðgerðaráætlun orkuskipta. HSN heldur áfram að vinna að orkuskiptum  og innviðauppbyggingu til næstu ára og byggir það reglulega á raunverulegum og lifandi gögnum úr bifreiðaflotanum í flotakerfi Geotab. Samhliða þeirri vinnu nýtist reynslan hjá stofnuninni við notkun rafdrifinna bifreiða í daglegum rekstri við skipulag og ákvarðanatöku í orkuskiptum.

HSN hefur nú undir höndum drög að lifandi aðgerðaráætlun um útskipti rafbíla og uppbyggingu hleðsluinnviða á starfssstöðvum HSN á Norðurlandi. Niðurstöður greiningarinnar sýna fram á litla sem enga röskun á starfsemi við útskipti og tug milljóna sparnað í beinum kostnaði við rekstur bifreiðanna enda sýna gögn að það sé 55%-76% sparnaður á akstri rafbíls miðað við bensínbíl þó kílómetragjald rafbíls sé tekið með í útreikningana, einnig er verulegur ávinningur í minni útblæstri og öðrum óbeinum kostnaði sem fylgir rekstri jarðefnaeldsneytisbifreiða.

Samningur um Flotastjórnun til framtíðar

Rafbílastöðin og HSN hafa nú í kjölfarið undirritað samkomulag um áframhaldandi vegferð orkuskipta og greiningarvinnu með Rafbílastöðinni undir yfirheitinu Flotastjórnun til framtíðar sem felur í sér vinnu við orkuskipti, innviðauppbyggingu og markvissar aðgerðir til að stuðla að vistvænum akstri í gegnum almenna flotastýringu. Stofnunin hefur nú fullkomna yfirsýn yfir bifreiðaflota fyrirtæksins og mun áframhaldandi gagnasöfnun tryggja lifandi bestun í ákvörðun orkuskipta samhliða þeirri reynslu sem myndast. 

Vistvænn akstur

Með flotastjórnunarkerfi Geotab mun HSN stuðla strax að umhverfisvænum aðgerðum á bifreiðaflotanum með því að virkja aukin vistakstur innan bifreiðaflota fyrirtækisins. Þar er áhersla lögð á að hafa jákvæð áhrif á akstursþætti sem geta minnkað kostnað, lækkað útblástur og aukið öryggi í umferð, en það fylgir því t.d mikill kostnaðar- og umhverfisávinningur bara að minnka lausagang (e. Idling) flotans.

Fyrir frekari upplýsingar um verkefnið Flotastjórnun til framtíðar, Orkuskipti og Innviðauppbyggingu sem og almenna flotastýringu er bent á að hafa samband við rafbilastodin@rafbilastodin.is.