Hleðsluaðferðir í heimahúsi

Mannvirkjastofnun skilgreinir þrjár aðferðir við hleðslu rafknúinna ökutækja í heimahúsum.

Hleðsluaðferð 1: Staðlaðir 16A jarðtengdir tenglar fyrir smærri rafknúinna ökutækja.

Hleðsluaðferð 2: Staðlaðir 32A jarðtengdir tenglar t.d til heimilis- og ámóta nota eða iðnaðartenglar en með stjórnboxi á hleðslustrengnum (snúrunni) sem er stjórn- og öryggisbúnaður til að tryggja öryggi fólks.

Hleðsluaðferð 3: Hér er horft í sérhæfðan búnað (hleðslustöð) sem er fastengdur við raflögn með aðlögun á hleðslustraum, t.d 16A eða 32A. Það er sérstakur tengibúnaður. Sérstaklega er mælt með þessari aðferð. Hér lausnin því að fjárfesta í hleðslustöð hjá söluaðilum og fá viðeigandi ráðgjöf og þjónustu hjá reyndum rafvirkjum / fagaðilum í uppsetningu hleðslulausna eftir aðstæðum og þörfum eiganda. Hvort heldur ef um ræðir einbýli, fjölbýli eða stærri skipulagsheildir.

Hleðsluaðferð 4: Eins og Hleðsluaðferð 3 nema hinn endi hleðslustrengsins er fasttengdur hinum sérhæfða hleðslubúnaði. Hugsað fyrir rafhleðslu rafknúinna farartækja á sérstökum þjónustustöðvum.

Samkvæmt ráðleggingum Mannvirkjastofnunar er mælt með að Hleðsluaðferð 3

Fyrir nánari upplýsingar úr bækling frá Mannvirkjastofnun.