Rafbílastöðin og HSN hafa nú í kjölfarið undirritað samkomulag um áframhaldandi vegferð orkuskipta og greiningarvinnu með Rafbílastöðinni undir yfirheitinu Flotastjórnun til framtíðar sem felur í sér vinnu við orkuskipti, innviðauppbyggingu og markvissar aðgerðir til að stuðla að vistvænum akstri í gegnum almenna flotastýringu.
Árið er 2020 og sala rafbíla á fyrstu mánuði ársins voru 131 hreinir rafbílar eða 18% af heildarsölu nýrra bíla, sem er aukning um 40% frá því árinu á undan. Sjá ítarleg tölfræðihér.
Það eru 454 km til Ísafjarðar frá Reykjavík samkvæmtgoogle maps. InnáRoute Plannergetum við sett inn þær forsendur sem við höfum fyrir ferðalagið, t.d hitastig, gerð rafbíls, hleðslutengi og hvernig við viljum hátta ferðalaginu sem við hyggjumst fara í og færð þá út hvar þú þarft að hlaða miða við þær stöðvar og forsendur sem upp eru gefnar.
Fyrir marga er óhugsandi að festa kaup á hreinum rafbíl og jafnvel líka tengiltvinnbíl. Það er fullkomlega eðlilegt. Það sem við ætlum að kryfja hér er hvað er það sem veldur því að neytendur fara ekki í rafbíl ?
Hvernig mælum við heilsuna á rafhlöðunni ? Í sumum rafbílum er hægt að sjá gróflega hver heilsa batterísins er í mælaborðinu, sumir hafa brugðið á það ráð að fjárfesta í OBD II kubb og sækja app sem hægt er að tengjast til að sjá ýmsa tölfræði. Í Nissan Leaf er t.d hægt að sækja LeafSpy appið og þannig sjá hver heilsan á batteríinu er ásamt hversu oft hann hefur verið hraðhlaðinn o.fl.
Að kaupa rafbíl í fyrsta skiptið er aðeins öðruvísi ferli en þeir bílar sem við höfum keypt hingað til. Í fyrsta lagi er um gjörólíka eiginleika að ræða og því sumar spurningar úreltar og nýjar koma inn. Hérna eru fimm ráð sem gott er að hafa í huga við fyrstu rafbílakaup.
Þegar farið er í að skoða rafbílakaup þá er gott að hafa hugmynd um hvað kostar að hlaða rafmagnsbíl, rétt eins og við höfum hugmynd um hvað við erum að greiða fyrir olíu á bensín- og dísilbíla. En hvernig getum við komist að því hvað ræður kostnaðinum við að hlaða rafbílinn ?
Þegar kemur að því kaupa notaðan rafbíl, eru aðrir og nýjir hlutir sem þarf að skoða en þegar farið er í kaup á hefbundnum bensín- eða dísil bíl. Þegar farið er í kaup á rafbíl eru líka ákveðnar upplýsingar sem að heyra sögunni til, t.d hvort bíllinn hafi verið reglulega smurður, hvort búið sé að skipta um tímareim, hvort kúplinginn sé orðin léleg eða hvort vélin sé að brenna olíu o.s.frv.
Þegar kemur að því að kaupa notaðan Nissan Leaf 24 kWh, 2011 - 2017 er gott að hafa í huga að þetta eru ekki allt sömu bílarnir hvað búnað, ástand og heilsu rafhlöðu varðar.