Ég fer á Huyndai Kona frá Reykjavík til Ísafjarðar
Hvað ef ég kaupi mér rafbíl og við getum ekki ekið frá Reykjavík til Ísafjarðar á rafbílnum ?
Fyrsta spurning, hversu oft ekur þú til Ísafjarðar ? 3-4 skipti á ári. Væri hægt að leigja bíl fyrir hluta af rafbílasparnaðnum í þessi 3-4 skipti á ári ? Eða einfaldlega, getur þú ferðast til Ísafjarðar á rafbílnum þínum ?
Kryfjum dæmi.
Það eru 454 km til Ísafjarðar frá Reykjavík samkvæmt google maps. Inná Route Planner getum við sett inn þær forsendur sem við höfum fyrir ferðalagið, t.d hitastig, gerð rafbíls, hleðslutengi og hvernig við viljum hátta ferðalaginu sem við hyggjumst fara í og færð þá út hvar þú þarft að hlaða miða við þær stöðvar og forsendur sem upp eru gefnar.
Í okkar tilfelli erum við með Hyundai Kona 64 kWh rafhlöðu sem kemst 280 km í köldu veðri á hraðbraut / langkeyrsla samkvæmt EV database (ath að þetta er viðmiðun allt niður í -1 stiga frost og mögulega fáum við meira ef hitinn er meiri)
Á þeim forsendum fáum við svo upp ferðaáætlunina hér að neðan sem segir að við leggjum af stað með 90% hleðslu þá komum við á Hólmavík með 31%, hlöðum í 26 mínútur upp í 68% með hraðhleðslu CCS tengi og erum komin á Ísafjörð á 6 tímum með 10% hleðslu eftir.
Hlöðum svo á Ísafirði á hleðslustöð Orku náttúrunnar við Hafnarstræti 21 í hraðhleðslu CCS. Við hlóðum einu sinni á leiðinni og fengum okkur gott að borða, kaffi / te og teygðum úr okkur á 26 mínútum. Margir hverjir stoppa oftar á leiðinni og því hægt að hlaða þá líka. T.d á Bíldudal ef þú vilt stoppa þar.
Velkomin/n til Ísafjarðar :-)