Að mæla heilsu rafhlöðu/batterí í notuðum rafbíl

Ef þú ert í þeirri vegferð að kaupa notaðan rafmagnsbíl, þá er gott að rýna eftirfarandi atriði fyrst.

  1. Er rafbíllinn enn í ábyrgð (flest umboð/framl. með 8 ár, x km eða % viðmið á heilsu)

  2. Hefur rafbíllinn verið fluttur frá Ameríku, ef svo þá dettur hann að öllum líkindum úr almennri ábyrgð við flutning milli markaðssvæða

  3. Hver er heilsan á rafhlöðunni ?

Hvernig mælum við heilsuna á rafhlöðunni ? Í sumum rafbílum er hægt að sjá gróflega hver heilsa batterísins er í mælaborðinu, sumir hafa brugðið á það ráð að fjárfesta í OBD II kubb og sækja app sem hægt er að tengjast til að sjá ýmsa tölfræði. Í Nissan Leaf er t.d hægt að sækja LeafSpy appið og þannig sjá hver heilsan á batteríinu er ásamt hversu oft hann hefur verið hraðhlaðinn o.fl.

61LvQe-4xnL.png

Hér má sjá skjáskot úr LeafSpy þar sem varpað er fram rafhlöðu tölfræði. Það sem helst bera að horfa til er

  • SOH - State of health er í 100%

  • Hann hefur verið hlaðinn 38 sinnum í hraðhleðslu (Quick Charge)

  • 47 sinnum í hefbundinni hleðslu (L1/L2s)

  • Bláu strikin sýna okkur stöðuna á hverri sellu fyrir sig, ef einhver þeirra væri óeðlilega lág miða við hinar þá er heilsa hennar að tapast.

Hægt er að bóka slíka heilsufarsmælingu á rafhlöðu Nissan Leaf hjá Rafbílastöðinni hér