Að mæla heilsu rafhlöðu/batterí í notuðum rafbíl
Ef þú ert í þeirri vegferð að kaupa notaðan rafmagnsbíl, þá er gott að rýna eftirfarandi atriði fyrst.
-
Er rafbíllinn enn í ábyrgð (flest umboð/framl. með 8 ár, x km eða % viðmið á heilsu)
-
Hefur rafbíllinn verið fluttur frá Ameríku, ef svo þá dettur hann að öllum líkindum úr almennri ábyrgð við flutning milli markaðssvæða
-
Hver er heilsan á rafhlöðunni ?
Hvernig mælum við heilsuna á rafhlöðunni ? Í sumum rafbílum er hægt að sjá gróflega hver heilsa batterísins er í mælaborðinu, sumir hafa brugðið á það ráð að fjárfesta í OBD II kubb og sækja app sem hægt er að tengjast til að sjá ýmsa tölfræði. Í Nissan Leaf er t.d hægt að sækja LeafSpy appið og þannig sjá hver heilsan á batteríinu er ásamt hversu oft hann hefur verið hraðhlaðinn o.fl.
Hér má sjá skjáskot úr LeafSpy þar sem varpað er fram rafhlöðu tölfræði. Það sem helst bera að horfa til er
-
SOH - State of health er í 100%
-
Hann hefur verið hlaðinn 38 sinnum í hraðhleðslu (Quick Charge)
-
47 sinnum í hefbundinni hleðslu (L1/L2s)
-
Bláu strikin sýna okkur stöðuna á hverri sellu fyrir sig, ef einhver þeirra væri óeðlilega lág miða við hinar þá er heilsa hennar að tapast.
Hægt er að bóka slíka heilsufarsmælingu á rafhlöðu Nissan Leaf hjá Rafbílastöðinni hér