„Afhverju skiptir þú ekki í 100% rafbíl (EV) ?“ (Könnun)

Fyrir marga er óhugsandi að festa kaup á hreinum rafbíl og jafnvel líka tengiltvinnbíl. Það er fullkomlega eðlilegt. Það sem við ætlum að kryfja hér er hvað er það sem veldur því að neytendur fara ekki í rafbíl ?

Afhverju skiptir þú ekki ekki 100% rafbíl (EV) ?

Óformleg könnun inn á Facebook hópnum Rafbílar á Íslandi þar sem þessi spurning var lögð fram sýndi eftirfarandi skiptingu.

„AFHVERJU SKIPTIR ÞÚ EKKI Í 100% RAFBÍL (EV)“

Þetta voru helstu ástæðurnar fyrir því að fólk úr þessum hóp sem ekki áttu rafbíl höfðu ekki skipt. Hugmyndir um hindranir eru komnar fram og þannig hægt að átta sig á hvað er hægt að gera. Yfirvöld eru að hafa áhrif til lækkana, drægni er vissulega orðin mun meiri en áður og er valla marktæk hindrun. Að bílarnir séu of dýrir er vissulega hindrun fyrir marga, fjármögnun getur brúað það bil. Sumir hafa sýnt fram á að afborgun af fjármögnun komi í stað bensíneyðslu og því komi maður út á því sama nema viðhald rafbíls kemur til sparnaðar, svo ekki sé minnst á að vera umhverfisvænn. Að geta ekki hlaðið heima er vandi sem íbúar í fjölbýli standa margir hverjir frammi fyrir, þetta er þó komið upp og/eða í vinnslu hjá mörgum íbúðafélögum.

Síðustu tvær hindranir eru dráttargeta og fjórhjóladrif. Það er vissulega eitthvað sem margir Íslendingar horfa til í ljósi aðstæðna, fjórhjóladrifinn jepplingur er af skornum skammti í rafbíladeildinni, svo má spyrja sig, hversu nauðsynlega þarftu fjórhjóladrif og hversu oft. Sumir hafa brugðið á það ráð að vera með einn innanbæjar bíl á rafmagni og annan fyrir jaðarferðir eins og kerrudrög, landsbyggðar ferðir með fjórhjóladrif eða aðstæður innanbæjar í erfiðum vetrar aðstæðum.

Síðan var nefnt að það væri of lítið um hleðslustöðvar út á landi. Ef það er hindrun væri hægt að bregða á það ráð að setja upp fleiri stöðvar eða ýta undir slíkt og lausnir í slíku.

Tveggja bíla lausn gæti því verið málið fyrir suma sem vantar fjölskylduvænan 7 manna eða fjórhjóladrifinn bíl sem dregur kerru og vagna.