Græn bílafjármögnun
Nokkur fjármögnunarfyrirtæki bjóða nú kaupendum rafbíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni engin lántökugjöld.
Þau fjármögnunarfyrirtæki sem hafa birt á heimasíðu sinni græna bílafjármögnun eru Arion banki og Landsbankinn.
Lántökugjald er hlutfall (%) af lánsfjárhæð sem er breytilegt eftir lánstíma (hærra eftir því sem lánstími er lengri)
Nýlega kom fram að Ergo (Íslandsbanki) og Tesla gerðu með sér samning en ekki eru fullnægjandi upplýsingar aðgengilegar um hvaða ávinning það hefur fyrir kaupendur.
Áhugavert verður að sjá hvort önnur fjármögnunarfyrirtæki fylgi eftir og/eða hvort áframhaldandi/annar stuðningur við kaup á rafbílum muni líta dagsins ljós.
Einnig er hægt að gera samanburð inn á vefsíðu Aurbjargar hér.