Fimm góð ráð við að kaupa rafbíl
Að kaupa rafbíl í fyrsta skiptið er aðeins öðruvísi ferli en þeir bílar sem við höfum keypt hingað til. Í fyrsta lagi er um gjörólíka eiginleika að ræða og því sumar spurningar úreltar og nýjar koma inn. Hérna eru fimm ráð sem gott er að hafa í huga við fyrstu rafbílakaup.
-
Kynntu þér raundrægni bílsins, ekki bara uppgefna drægni frá framleiðanda (WLTP/NEDC/EPA) heldur vetrardrægnina (kuldi) og sumardrægni (kjöraðstæður). Vertu meðvitaður um samspil drægni og aðstæðna. Að aka á hraðbraut eða meiri hraða er meiri eyðsla en innanbæjar akstur á rafbíl (ólíkt bensín- og díselbílum). Skoðað þínar aðstæður og þarfir í drægni m.t.t vinnu og fleira og vertu viss um að það passi þér. Ekki samt missa þig í drægnikvíða, hugsaðu rökrétt og vertu raunsær, drægnin er ekki það eina sem skiptir máli í stóra samhenginu.
-
Vertu viss um að eiginleikar bílsins henti þér, sætafjöldi, pláss í farangursrými. Spurði sjálfan þig, í hvað er ég að nota bílinn ? Farðu yfir alla 365 daga ársins og sjáðu hver 80% + notkun er m.t.t til fjölskylduaðstæðna, vinnuaðstæðna o.s.frv.
-
Skoðaðu framboð rafbíla og prófaðu þá sem þú heldur að henti þér m.v þá drægni og eiginleika sem þú þarft. Þeir eru allir sjálfskiptir og með sjálfvirkan bremsubúnað (e. regenerative braking) sem minnkar viðhald á bremsum.
-
Skoðaðu hleðsluheimana, hvar þú ætlar að hlaða, hvernig, hvað það kostar, hvaða eiginleika hleðslustöðvarnar hafa o.s.frv. Þetta er skemmtilegt ferðalag og upplifun að skipta yfir í rafbíl. Njóttu þess að sjá fyrir þér hvernig þú vilt hátta hleðslunni. Skoðaðu Öpp-in sem eru í boði, hvað þau gera o.s.frv. Ætlarðu að hlaða heima hjá þér ? Þá þarftu að kaupa hleðslustöð og fá sérfræðing til að yfirfara rafmagnstöfluna setja upp hleðslustöðina til að fyllsta öryggis sé gætt. Ef þú getur hlaðið í vinnunni þá er gott að kynna sér þá stöð og tengi bílsins. Hvort það sé frítt að hlaða, hvort það sé öruggt að þú getir hlaðið o.s.frv.
-
Ef þú ert að kaupa notaðan rafbíl þá þarftu að kynna þér ástand rafhlöðunnar og fá upplýsingar um sögu bílsins, meðferð, eigendur o.s.frv. Fyrir þetta ráð er gott að lesa vel fyrri grein RBS um kaup á notuðum rafbíl.