Það er jákvætt þegar húsfélög komast að samkomulagi um að hugsa til framtíðar og leggja sitt af mörkum til umhverfisins. Fréttablaðið í morgun (09.03.20) birtifréttum fjölbýlishús á höfuðborgarsvæðinu sem setti upp nýja hleðslustöð fyrir allt að 5-8 rafbíla og möguleika á stækkun upp í 10-16 rafbíla
Nýlega var samþykkt breyting á lögum um fjöleignarhús. Frumvarpið sem búið er að samþykkja opnar enn frekar á möguleika þess að koma upp hleðslustöðvum í fjöleignarhúsum og þannig gera neytendum auðveldara fyrir að skipta yfir á rafbil.
Sífellt fleiri eru að verða rafbílaeigendur og gera um leið kröfu eða ætlast til að fjölbýlishúsið sem þau hyggjast kaupa, leigja eða flytja í séu með aðgengilegar hleðslulausnir. Þess vegna getur fjárfesting húsfélags í innviðum hleðslu í fjölbýli haft verulega jákvæð áhrif á verðmæti íbúða.