Hversu lengi endast rafhlöðurnar í rafbíl ?
Einn helsta óvissa fólks við kaup á rafbíl er meðal annars hvort rafhlöðurnar muni endast vel. Það vill svo til að rannsóknir og reynsla sýna að vænt ending rafhlöðu er meiri en margir halda. Hún er einfaldari búnaður en í jarðefnaeldsneytis bifreiðum og rannsókn Geotab sýnir að á rúmlega sex árum hefur meðaltals rýrnun rafhlaðna einungis verið um 15% og flestir framleiðendur eru auk þess með átta ára ábyrgð af heilsu rafhlöðunnar m.v tiltekna %.
Við heilbrigða meðferð á rafhlöðunni er væntur líftími sami ef ekki hærri en á jarðefnaeldsneytis bifreiðum. Í því felst að rafhlöður búi ekki við of mikinn hita sem er ekki tilfellið hérlendis, mikill hiti er helsti óvinur rafhlöðunnar. Þannig er mikilvægt eins og með alla hluti að hugsa vel um rafhlöðuna og kynna sér þá meðferð sem hefur átt sér stað á undan. Það tekur toll á rafhlöður sem ífá trekaðar hraðhleðslur þar sem aukin hleðsluhraði eykur hita rafhlöðunnar. Það er þó óvíst hversu mikil áhrifin eru og því ekki eitthvað sem þarf að hafa miklar áhyggjur af.
ATH: Hægt er að bóka heilsufarsmælingu á Nissan Leaf hjæa Rafbílastöðinn með því að hafa samband.