Gagnadrifin orkuskipti (EVSA)

Rafbílastöðin er viðurkenndur umboðsaðili Geotab á Íslandi og fer fyrir innleiðingu kerfisins hér á landi. Geotab hefur sérhæft sig í flotastjórnun síðan árið 2000 og einblínir á OBD tengingar við bifreiðar af öllum stærðum og gerðum á heimsvísu til gagnaöflunar sem reynist verðmætt í flotastýringu.

Flotastjórar og fyrirtæki horfa bæði fram á tækifærin sem felast í að innleiða rafbíla í reksturinn en þar með er rekstrarkostnaður flotans lækkaður og útblástur minnkaður verulega. Spurninga stoðirnar sem koma upp við að innleiða rafbíla eru iðulega sem hér segir:

  1. Hvaða framboð af rafbílum er til staðar? Og geta þeir sinnt þeim verkum sem þeim er ætlað í okkar fyrirtæki?
  2. Hvernig verður hleðsluinnviðum okkur háttað til að geta innleitt rafbíla? 
  3. Hvað af núverandi bifreiðum í flota getum við raunverulega skipt út fyrir rafbíla?
  4. Hvað værum við að minnka útblástur mikið við innleiðingu rafdrifinna bíla?

Það mætti lengi telja þær spurningar sem koma upp en það er mismunandi eftir starfsemi fyrirtækja. En það sem er gagnlegast, er að vera með haldbæra yfirsýn á akstursmynstri- og hegðun bifreiðaflotans sem stutt er af gögnum til að geta séð hversu langt er verið að keyra að meðaltali, lengsti dagurinn á tilteknum tímabili, hvar er verið að keyra o.s.frv. Þannig er hægt að sjá betur út frá framboði rafbíla og raundrægni eftir aðstæðum geti verið innleiddir í reksturinn.

Hvernig virkar EVSA hæfnismatið ? 

Með EVSA (Electric Vehicle Suitability Assessment) hugbúnaðar lausninni geta fyrirtæki nú byggt rafbílavæðingu aflað akstursgagna úr bílum fyrirtækisins og séð nákvæmlega hvaða bílar í flotanum geta verið skipt út fyrir rafbíl út frá drægniþörf og stærð þeirra. Ákvarðanir í orkuskiptum geta þannig verið teknar út frá raungögnum og minnkað þannig óvissu sem leiðir til rangra fjárfestinga. Förum nákvæmlega yfir hvernig það virkar.

Bifreiðafloti fyrirtækisins ekur daglega í rekstri fyrirtækisins og safnar þannig raungögnum um notkun. Eftir 3-6-9-12 mánuði erum við farin að sjá mynstur eða nægilega mikil gögn til að fýsileikameta bílinn til rafbíls.

Fyrsta sem við sjáum þegar við keyrum hæfnismatið í kerfinu að af 85 bílum eru 46 bílar sem geta gengið sem hreinir rafbílar af þeim forsendum gefnum að hlaðið sé eingöngu að kvöldi til og yfir nótt eða fram á næsta hefbundna vinnudag 8-16. Þ.e að rafbíllnn sé nægilega hlaðinn fyrir dagsverkið sem við höfum gögn yfir. 

 

Ef við hliðrum forsendum aðeins og leyfum á þessu 30 daga tímabili að hlaða a.m.k þrisvar sinnum yfir daginn. Sem gæti t.d þýtt að hraðhlaða í hádeginu eða kaffitíma, nú eða nálægt verkstað ef stopp-ið er lengi þar. Þá breytast forsendur t.d hér að við fáum 78 bíla sem geta gengið sem rafdrifnir bílar. Þannig getum við skoðað hversu langt frá við erum að rafvæða flotann okkar m.v hleðslutengdar forsendur.

 

 

Kerfið segir okkur nákvæmlega hvaða bílar á markaðnum væri hægt að velja úr m.v forsendu í stærðarflokki, þ.e Passenger, SUV, Light-duty van o.s.frv.