Ábyrgð umboða, heilsumæling á rafhlöðu og APP stuðningur

Þegar farið er í kaup á notuðum rafbíl er gott að fá upplýsingar um tvennt

  1. Hver er ábyrgð á rafhlöðunni ?

  2. Hvert er núverandi heilsu ástand rafhlöðunnar (e. state of health) ?

ÁBYRGÐ

Samkvæmt upplýsingum Rafbílastöðvarinnar frá umboðunum eru flest allir hreinir rafbílar með 8 ára ábyrgð af rýmd rafhlöðunar, sem miðar jafnframt við akstursfjölda, iðulega í kringum 150.000 - 160.000 km. Hvort sem kemur á undan. Jafnframt er miðað við rýmdartap frá 65 - 75% eftir umboðum, þ.e ef að rafhlaða fer niður í 75% rýmd innan við 8 ár þá er skipt út sellum eða batteríinu. Benz EQC miðar þó við að ef ampere hour (AH) mælist undir 162 þá er það lagað eða skipt um.

Undantekningar heyra til með Kia Soul og Kia Niro hjá Öskju þar sem ábyrgðin er 7 ár, 150.000 km og 65% í rýmdartapi. Honda E er með 5 ára ábyrgð eða 100.000 km.

Ábyrgðir gilda hjá flestum ef bílarnir eru þjónustaðir samkvæmt stöðlum framleiðanda.

HEILSUMÆLING

Rafbílastöðin hefur staðfestingu frá öllum umboðum á Íslandi sem selja rafbíla að þeir geta með einum eða öðrum hætti framkvæmt heilsumælingu á rafhlöðu. Það tekur þó mislangan tíman en flest umboðin geta framkvæmt þessa mælingu á 30-40 mínútum með kostnað frá 8,000 kr. - jafnframt eru sum umboð sem framkvæma þetta í þjónustuskoðunum, þannig að ef þú ert nýbúin að fara í slíka og ert að selja rafbílinn þá gæti nýleg mæling verið þar og hægt að framvísa þeim. Þess má geta að Tesla gerir ekki kröfu á þjónustuskoðanir en mælir með að mæta einu sinni ári til að liðka fyrir bremsum þar sem rafbíllinn verkar þannig að bremsurnar eru ekki nægilega mikið notaðar.

APP STUÐNINGUR

Flestir hreinir rafbílar eru komnir með eða eru að fá APP stuðning, Tesla, LeafSpy, MyPeugeot, MyRenault o.s.frv.