Að ákveða að kaupa hleðslustöð
Hinn ótvíræði og flókni heimur hleðslulausna, þ.e að finna út hvernig, hvar og hvenær maður eigi að hlaða rafbílinn sig. Það er í raun hið eiginlega ákvörðunartré sem hægt er að fylgja
-
Getur þú hlaðið heima ? Ef já, þá er best að kynna sér framboð hleðslulausna hjá söluaðilum, t.d Ísorka, Hlada.is, Rönning o.s.frv. og passa að hleðslustöðin, tengi rafbílsins og rafmagnstaflan passi við þínar þarfir í hleðslutíma, kílówattstundum. Best er að horfa í þriggja fasa, hleðslubúnað, allt að 22 kW / 32 amper. Ef þú ert í fjölbýli þá getur þú rætt það á húsfundi að fara í uppsetningu og leggðu það fram sem fjárfestingu fyrir eigendur að leggja fyrir hleðslu og auki sölumöguleika fasteignar þar sem framtíðarkaupendur gætu verið rafbílaeigendur, einnig eru tímabundnar ívilnanir sem gæti verið skynsamlegt að nýta sér. Ef þú ert ekki í einbýli og tillagan um hleðslulausnir var sleginn niður á húsfundi, þá er næsta skref að horfa í vinnustaðinn þinn. Athugið að nýlega tóku í gildi lög sem eiga ekki að hindra aðilum í fjölbýli að setja hleðslustöð, sjá hér.
-
Getur þú hlaðið í vinnunni ? Ef já, þá þarftu að skoða hvernig hleðslustöðin er, hvort þú getir ekki örugglega hlaðið þar út frá hleðslutengi, gott að átta sig á hvað bíllinn tekur mikið (hægt að skoða EV database, sjá mynd). Ef nei, þá er að líta til almenningsstöðva nálægt heimili eða vinnu eða á leiðinni. Eða semja við einbýli nálægt um hleðslu og stæði gegn notkun eða föstu mánaðargjaldi.
3. Ef þú getur ekki hlaðið heima né í vinnu þá er er tilvalið að renna yfir þær stöðvar sem eru í boði fyrir almenning hér að neðan. Smelltu staðsetningu sem er á leið úr / í vinnu og skoðaðu hvort það gæti gengið að hlaða, t.d eru margir sem starfa í Kringlunni að hlaða þar. Þannig væri hægt að nýta sér hleðslur í nálægð við vinnu eða heimili. Skoðaðu kortið hjá Plugshare.com og sjáðu hvort það sé einhver nálægt þér.