Aviloo heilsufarsmæling rafbíla á Íslandi

Rafbílastöðin verður opinber endursali Aviloo á Íslandi

Rafbílastöðin hefur gengið frá samningi við Aviloo, sem gerir okkur að opinberum endursala þeirra á Íslandi. Þetta þýðir að bæði einstaklingar og fyrirtæki geta nú fengið aðgang að einni áreiðanlegustu rafhlöðugreiningarlausn í heiminum – beint í gegnum okkur.

Hvað er Aviloo?

Aviloo er austurrískt tæknifyrirtæki sem hefur sérhæft sig í ítarlegri heilsufarsgreiningu á rafhlöðum rafbíla. Lausnin þeirra – Aviloo Battery Diagnostics – gerir mögulegt að meta raunverulega ástand rafhlöðu bíls beint í gegnum OBD port bifreiðar, án þess að skemma, opna eða hafa beina aðkomu að batteríinu.

Aviloo hefur þróað hraðpróf (flash test) annarsvegar sem hraðvirka lausn (3-5 mínútur) fyrir söluaðila og þjónustuaðila og svo hinsvegar premium próf sem tekur lengri tíma (akstur frá 100% í 10%). Niðurstöðurnar gefa hlutlæga og áreiðanlega mynd af heilsu rafhlöðunnar, sem gerir kaup og sölu notaðra rafbíla mun gegnsærri.

Fyrir hverja er lausnin?

Aviloo hentar öllum sem vilja fá raunverulega innsýn í ástand rafhlöðu:

  • Einstaklingar sem eru að kaupa eða selja notaðan rafbíl

  • Bílaleigur sem þurfa að fylgjast með heilsu bílaflotans

  • Bílasalar og þjónustuaðilar sem vilja bjóða upp á faglega og trausta greiningu fyrir viðskiptavini

  • Tryggingafélög og fjármálastofnanir sem vilja staðfesta gæði við verðmat og lánveitingar

Áreiðanleiki og stærð Aviloo

Aviloo er ISO-vottað fyrirtæki sem hefur hlotið vottun frá TÜV – einu ströngustu og virtustu tæknivottunarstofnun Evrópu. Lausnin hefur verið prófuð og notuð víða um heim, m.a. af stórum bílainnflutnings- og tryggingafélögum. Þeir hafa einnig verið samstarfsaðilar margra þekktra bílaframleiðenda við þróun og prófanir.

Aviloo hefur náð mikilli útbreiðslu í Evrópu og er leiðandi á sínu sviði. Með samningnum sem við höfum gert, verður Ísland nú hluti af þeirri alþjóðlegu dreifileið.

Hvernig virkar tæknin?

Aviloo greiningin byggir á ítarlegri mælingu á hegðun rafhlöðunnar í rauntíma. Með því að tengja lítinn Aviloo-greiningarbúnað við OBD-tengil bílsins og fylgja einföldum leiðbeiningum í gegnum appið, safnast saman gögn um spennu, afköst og viðbrögð rafhlöðunnar við mismunandi aðstæður.

Gögnin eru síðan send í öruggan gagnagrunn þar sem þau eru greind með sérsniðnum reikniritum sem byggja á stórum gagnasöfnum og samanburði við staðlaðar viðmiðanir fyrir viðkomandi bíltegund.

Lokaniðurstaðan kemur í formi vottorðs – Battery Certificate – sem sýnir skýrt heilsufar rafhlöðunnar á kvarða frá 0 til 100%.

Nákvæm, hlutlaus og gagnsæ niðurstaða

Kosturinn við Aviloo er að þetta er ekki lausn frá bílframleiðendum sjálfum – heldur óháð greining, byggð á hlutlægum gögnum. Það gerir niðurstöðurnar sérstaklega traustar þegar kemur að því að meta raunverulegt ástand notaðra rafbíla. Í mörgum tilfellum getur það gert gæfumuninn á góðum kaupum og slæmum.


Hafðu samband við okkur ef þú vilt vita meira um Aviloo greiningu – eða fá tilboð í þjónustuna fyrir þig eða fyrirtækið þitt.