Að fjárfesta rétt í hleðslustöð

Hvað þurfum við raunverulega öfluga hleðslustöð ?

Við erum á hraðri leið rafbílavæðingar og þá er gott að staldra við og horfa gagnrýnið á eigin þarfir þegar kemur að kaupum á hleðslustöð og tengdum lausnum. Það er mikil þróun í gangi, miklar breytingar. Drægni rafbíla eykst með hverju ári, rafhlöður breytast, hleðsluaðferðir þróast (sjá t.d Nio, þráðlausar hleðslur o.fl) og lærdómurinn sem verður til á eigin þörf með því að eiga rafbíl. Offjárfestingar eiga sér stað þegar keyptar eru lausnir sem eru ekki nýttar nú né í framtíð og/eða hægt að fara aðrar leiðir. Slíkt felur í sér mun meiri kostnað sem óþarfi er að leggja út í. Þetta fer raunverulega eftir núverandi og væntum framtíðar þörfum, óskum og aðstæðum. En þær eru ekki alltaf rétt metnar.

  • Búseta

    • Ertu í einbýli eða fjölbýli

      • Einbýli þá er t.d ekki endilega þörf á búnaðaríkri stöð (t.d auðkenning og/eða álagsstýringu strax). Hleður þú í bílskúrnum ?

  • Tegund rafbíls

    • Ertu á hreinum rafbíl eða tengiltvinnbíl ? Rafbílar hafa mismunandi stærð rafhlöðu & hleðsluhraða (þ.e hvað þeir geta tekið mikið rafmagn á tilteknum tíma inn á sig). Sem endurspeglar hversu langan tíma það tekur að fullhlaða.

  • Akstursþörf

    • Hvar starfarðu ? Hvernig er hefbundinni akstursviku háttað ? Hvað keyrirðu langt í vinnu ? Keyrir þú út á land um helgar ? o.s.frv.

  • Hleðslustýring

    • Eiginleikar vel útbúinna hleðslustöðva eru nokkrar, teljum þær helstu

      • Aðgangsstýring þar sem þarf að auðkenna sig með RFID korti eða lykli til að hægt sé að byrja að hlaða, þetta er oftast notað á almenningsstöðvum eða fjölbýlum þar sem þú vilt geta skert aðgang að hleðslu við ákveðna aðila.

      • Álagsstýring til að það verði ekki yfirálag þegar rafmagnsnotkun er mikil (mesta þörfin oftast í fjölbýli )

      • Snjallforrit (e. app) til að sækja hleðslusögu, tíma, byrjað og lokið hleðslu o.fl. Hér getur t.d verið gott að stýra hleðslu, þ.e setja snjallstýringu á að bíllinn hlaði frá 22:00 - 06:00 (8 klst) fyrir hagkvæmari hleðslu, sér í lagi ef verðlagningu verður stýrt að það sé í boði lægra verð utan álagsstíma. Annars þarf að fara og stinga bílnum í samband handvirkt.

      • Áföst hleðslusnúra, rafbílar eru ýmist með Type 1 (USA/Asia) eða Type 2 (Europe) og því þarf snúran að taka mið af bílnum. En hafðu í huga að ef þú ert með Type 1 og færð þér Type 2 bíl þá þarftu að fá þér millistykki eða skipta út stöðinni, einnig getur þú ekki leyft öðrum gestum í fjölskyldunni að hlaða sem eru með Type 2 t.d. Það er kostur að geta haft snúruna klára til að stinga í samband, kostir og gallar.

HLEÐSLUHRAÐI & STÆRÐ HLEÐSLUSTÖÐVA

Í ljósi drægnikvíða (að komast ekki á leiðarenda m.v drægni bílsins eftir hleðslu) og hefða (að hafa bensínstöð í seilingarfjarlægð sem fullhleður bílinn af olíu á 3 mínútum og geta ávallt komist fljótt langar leiðir) hefur orðið tilhneiging til offjárfestingar í hleðslustöðvum hjá sumum, þ.e að kaupa þriggja fasa, 32 amper, 22 kW stöðvar, sem eru það stærsta sem hægt er að fara í AC heimahleðslu. Hraðhleðslustöðvar (DC) eru svo annað (

  1. Stærð hleðslustöðva (AC heimahleðslu), 3,6 kW(1f 16A), 7,4 kW(1f 32A), 11 kW(3fasa 16A) eða 22 kW(3fasa 32A) - Þetta segir okkur hversu mikið hleðslustöðin getur gefið af sér. Svo fremi sem hleðslugeta rafbílsins geti tekið svo mikið

  2. Hleðslugeta rafbíls er mismunandi eftir rafbílum, hér er dæmi um hleðslugetu nokkurra algengra rafbíla

    • Nissan Leaf (40 kWs) - 3,6 kW AC

    • Tesla Model 3 (74 kWs) - 11 kW AC

    • Volkswagen ID.3 Pro S (82 kWs) - 11 kW AC

  3. Heimtaug & mælir spilar með í hleðsluhraða, þ.e hvort að þú sér með þriggja eða einfasa rafmagn.

Ef þú setur ID.3 í 7,4 kW hleðslustöð kl 20:00 að kvöldi og hleður til 07:30 þá ertu með fullhlaðinn bíl að morgni, samtals 450 km drægni á einni nóttu sem dugar þér í nokkra daga. Flestir rafbílar eru á þessu bili, einstaka rafbílar hlaða meira eða hraðar. Það er mikilvægt að átta sig á þessu og taka þetta inn í sínar raunaðstæður. ID.3 er með raundrægni um 450 km, ef þú nærð þessari hleðslu á einni nóttu, hvers vegna þarftu stærri hleðslustöð ? Þessi drægni dugar þér eflaust í 2-3 daga eftir hvað þú ekur mikið og langt dagana á milli. Þú kemur einnig heim daginn eftir og hleður hann aftur og ef þú ert að hlaða sem því næst daglega heima þá dugar 7,4 kW hleðslustöð þér mjög vel.

Annað sem ber að hafa í huga er að rafhlöður kunna betur við sig í hæghleðslu og veldur minna álagi á rafkerfi húss og hverfis, þörfin fyrir fjárfestingum í álagsstýringu og innviðum minnkar. Það helst ekki í hendur að horfa til umhverfisvænna lausna í samgöngum en offjárfesta með tilheyrandi kostnaði til að birgja sig upp hraðar að óþörfu.

Fyrir frekari ráðgjöf og upplýsingar hafið samband við

rafbilastodin@rafbilastodin.is