Endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna hleðslulausna (leiðbeiningar)

Síðustu áramót tóku í gildi skattabreytingar sem fela í sér að þeir sem kaupa hleðslustöð við íbúðarhúsnæði fá fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts af kaupum af hleðslustöð og vegna vinnu við uppsetningu 100%

Tökum dæmi, ef við kaupum vel útbúna 3 fasa, 32 amper, 22 kw snjall hleðslustöð m. 5-7 metra snúru á 270.000 kr. m. vsk, þá fáum við VSK endurgreiddan sem gerir um 53.000 kr. - endurgreiðsla. Við erum því að fá stöðina á aðeins 217.000 kr.

Kostnaður við uppsetning á hleðslustöð er svo breytilegur eftir aðstæðum og óskum viðskiptavina, þ.e hvort þurfi að gera breytingar í töflu, jarðvinnu og séraðlögun að staðsetningu stöðvar. Ef við horfum í að heildarkostnaður sé um 150.000 kr m vsk þá fáum við endurgreidd 36.000 kr. Og því er heildarkostnaður við uppsetningu 114.000 kr + 217.000 kr.

Heildarkostnaður 331.000 kr. m. vsk.

Verð eru breytileg eftir tegundum stöðva og aðstæðum við uppsetningu. Hér er aðeins tekið gróft dæmi til að útskýra dæmi um VSK áhrif.

 

— LEIÐBEININGAR VEGNA ENDURGREIÐSLU HLEÐSLULAUSNA OG UPPSETNINGU —

Hafðu reikninginn fyrir hleðslustöðinni frá söluaðilanum/rafverktakanum við hendina.

Þú ferð inn á www.skattur.is og skráir þig inn.

  1. Smellir á “Mín þjónustusíða” og svo á Samskipti, þar undir Umsóknir smellir þú á Virðisaukaskattur.

  2. Þú velur Umsókn RSK 10.18 Beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta eða viðhalds á íbúðarhúsnæði til eigin nota.

Þaðan fyllir þú út umbeðnar upplýsingar í fjórum skrefum.

Hægt er að nálgast fastanúmer húsnæðis hér hjá Þjóðskrá. Í skrefi 2 þarftu að haka við “Sækja um endurgreiðslu vegna kaupa á varmadælu og/eða hleðslustöð” Sjá mynd.

Screen Shot 2021-06-29 at 11.18.28.png

Í síðustu tveimur skrefunum setur þú inn upplýsingar af reikning og lætur öll nauðsynleg fylgiskjöl með.