Fjórir áhrifaþættir á líftíma Li-ion rafhlöðu rafbíla

Heilsan á batteríi rafbíls er það sem skiptir mestu máli og það sem við viljum vita meira um.

Þegar við ætlum að kaupa okkur notaðan rafmagnsbíl viljum við vita heilsuna á batteríinu en hvað er það sem hefur áhrif á líftíma rafhlöðunnar, þ.e heilsuna á henni. Hvað getum við gert til að til að auka líftímann ?

Lithium ion batterí pakki hefur að geyma röð af sellum sem hefur það hlutverk að ná fram afköstum bílsins, þar tölum við einna helst um drægni, Tesla hefur t.d yfir 6.800 sellur. Við þurfum ekki að kafa út í smáatriði til að vita þessa fjóru áhrifaþætti. Fyrir þá sem vilja ítarlegri og meiri upplýsingar þá tók vefsíðan rafmagnsbilar.is saman árið 2016 flotta grein sem fer yfir þessa áhrifaþætti nánar. Jafnframt er á heimasíðu Pluginvars grein sem fyrir 8 ráð sem er ætlað að hjálpa fólki að auka líftímann, en þar sem þau ráð þjappast hér í þessa fjóru

  1. Toppa og tæma - Það hefur slæm áhrif á rafbílinn að fullhlaða í 100% og fulltæma 0%, framleiðendur mælir sumir hverjir með að rafhlaðan sé oftast notuð á bili 80% til 20%. Í flestum ef ekki öllum rafbílum er líka hægt að setja á stillingu sem takmarkar það að hlaða upp í topp. Þetta eru upplýsingar sem væri líka gott að fá þegar maður kaupir notaðan rafbíl, hvort mikið hafi verið að toppa og tæma.

  2. Að standa lengi fullhlaðinn eða tómur - Að tímasetja hleðsluna sína er góð venja, að reyna að hlaða bílinn rétt áður en þú ferð og koma í veg fyrir að hann beri hleðsluna án notkunar lengi. Mikill akstur virðist ekki hafa slæm áhrif á rafhlöðuna. Þvert á móti er það betra ef rafbíll er ekinn meira og reglulega upp á heilsurýrnun og hefur ekki staðið lengi hlaðinn og óhreyfður. Í sumum rafbílum er hægt að tímasetja hleðsluna þannig að sért að hlaða hann sem næst ferðinni og sért auðvitað með næga drægni fyrir ferðina. Undantekning á frestun hleðslunar er ef rafbíllinn er galtómur að þá borgar sig að byrja að hlaða sem fyrst.

  3. Hraðhleðslur - Rannsókn GeoTab, Plug In Cars og Rafmagnsbilar.is nefna að miklar hraðhleðslur geti haft áhrif á líftímann. Svo virðist þó vera að áhrifin séu ekki mikil og koma fram yfir langt tímabil ef hraðhleðslan er mikið notuð. Hér er því ágætt að hafa í huga að reyna að hlaða frekar með hefbundnum hætti ef hægt er og nýta sér hraðhleðsluna bara þegar þörf er á.

  4. Heitt veðurfar - Rafhlaðan lifir skemur ef hún er í hærra hitastigi. Af þeim ástæðum er íslenskt veðurfar hentugt fyrir líftíma rafhlöðunnar þó kuldi hafi áhrif á drægni hverju sinni. Rafhlöður eru með innbyggðum lausnum sem sjá um kælingu á batteríinu ef þörf er á sem jafnframt notar orkuna sem ella færi í akstur. Rafbílavæðing og íslenskt veðurfar eiga því ágæta samleið.

Þrátt fyrir þessa þætti þá er endinginn á rafhlöðum í mjög góðum farvegi ef litið er á tölfræði tól GeoTab. Það þarf því ekki að hafa miklar áhyggjur en gott er að hafa þessi atriði í huga og temja sér góða meðferð á rafbílnum til að auka endursöluna og líftímann. Jafnframt er gott að geta sýnt fram á að meðferð rafbílsins hafi verið með þessum hætti og um leið fyrir kaupendur að afla sér upplýsinga um þessa undirþætti á heilsufari rafhlöðunnar.

Bókaðu heilsufarsmælingu á rafhlöðunni í Nissan Leaf hjá okkur.

Screen Shot 2021-06-29 at 10.48.23.png