Heimahleðslustöðvar

Þegar við ætlum út í kaup á rafbíl þurfum við líklega að fjárfesta í hleðslustöð og þar er margt í boði. Því næst er að huga að rafvirkja varðandi uppsetning á hleðslustöðinni. Við þurfum í raun ekki að fjárfesta í hleðslustöð fyrir heimilið ef við höfum kost á og teljum nægjanlegt að hlaða í vinnunni eða ætlum okkur að hlaða í almennings hleðslustöð þá gætum við nýtt okkur það. Það getur þó tekið tíma, ekki eins aðgengilegt, þægilegt og óráðlagt ef um ræðir hraðhleðslu einungis. Því er best ef við getum valið að hlaða heima. Það er líka einfaldast að koma heim og stinga í hleðslu og þurfa sjaldnast að pæla í meira en því.

AÐ VELJA TIL LENGRI TÍMA

Það er mikilvægt að velja stöð sem hentar okkar þörfum og að hugsa til framtíðar þegar/ef nýr og/eða annar rafbíll kemur á heimilið. Velja það sem er hentugast til lengra tíma. Orka Náttúrunnar bendir á að ef sérbýlið er með 50 Ampera heimtaug þá sé nægilegt rafmagn fyrir hleðsluna, ef ekki þá ber að hafa samband við sitt veitufyrirtæki sem sér um orkudreifingu. Veitur eru einmitt með haldgóða “grunngreiningu” á rafmagnstöflunni í sérbýli til að vita stærð heimtaugar, hvort um einfasa eða þriggja fasa sé að ræða.

Fyrsta skrefið er að renna yfir einfaldar leiðbeiningar frá Mannvirkjastofnun og fá samþykktan löggiltan rafvirkja sem fer yfir og setur upp hleðslustöðina. Rafbíllinn notar jafnmikla orku og öllu önnur raftæki á heimilinu og því mikilvægt að leggja fyrir rafbílnum sérstakan rafmagnstengil, rétt eins og með þvottavél og þurrkara.

AÐ VELJA RÉTTA HLEÐSLUAÐFERÐ

En nú erum við að kaupa rafbíl og þurfum hleðslustöð heima. Þá eru þrjár hleðsluaðferðir færar en Mannvirkjastofnun mælir með Hleðsluaðferð 3 sem felst einfaldlega í því að fá fagaðila til að setja upp fasttengda hleðslustöð til að tryggja öryggi, einfaldleika og hraðari hleðslu.

  1. Hleðsluaðferð: Að hlaða með kapli í venjulegan heimilistengil. Þessi aðferð er þó mjög varasöm og hugsuð sem neyðar- eða varahleðsla, það verður mikill hita inn í tenglinum og getur valdið brunahættu. Svona tenglar eru ekki hugsaðir til lengri tíma notkunar og ekki mælt með.

2. Hleðsluaðferð: Sérstakur hleðslukapall í venjulegan heimilistengil þar sem stjórn- og öryggisbox er til staðar, þ.e kapall með stýrieiningu.

3. Hleðsluðferð: Fasttengdar hleðslustöðvar. Þessi aðferð er öruggari og hraðvirkari og er sú sem mælt er með að nota!

Nú vitum við hvernig við eigum að bera okkur að og hvaða skref skal taka við heimahleðslu rafbíls. Því næst er að velja hleðslustöðina og þar er skynsamlegt að horfa til eigin væntra þarfa & óska í nútíð og framtíð. Þar er horft á t.d hvort neytendur vilji aðgangsstýrða eða álagsstýrða stöð með samskiptastaðal (OCPP), stöð með snjalltengingu (app) og eða með áföstum kapli, upplýsingaskjá o.s.frv. Flestar þarfir fullnægjast við að vera með örugga og endingagóða hleðslulausn þar sem einfaldlega er stungið í samband síðdegis og rafbíllinn hleðst á einni nóttu eða 10-12 klst, slíkt fæst nánast í öllum tilfellum með 7,4 kW hleðslustöð. Stöðvar geta kostað allt frá um 80.000 þ. kr m. vsk upp í 280.000 þ.kr m. vsk en mismunur liggur í ýmsum þáttum, m.a gæða, stærð stöðvar, innbyggðri DC vörn, hvort áföst snúra sé á stöðinni, hvort hún sé með upplýsingaskjá, aðgangsstýringu, með möguleika á app tengingu o.fl. Tesla hleðslustöðin er t.d ekki með innbyggðri DC vörn og því þarf að gera ráð fyrir þeim kostnaði til viðbóta við uppsetningu, flestar aðrar stöðvar eru með hana innbyggða.

HVER ER HUGSANLEGUR KOSTNAÐUR

Hleðslustöð er þá að meðaltali um 150 - 180 þ. kr m. vsk. Uppsetning í sérbýli gæti kostað frá u.þ.b 100.000 - 250.000 kr. - m/vsk allt eftir aðstæðum sem eru vissulega mjög mismunandi, þ.e lengd og eðli lagnaleiðs (jarðvinna, í gegnum veggi o.fl.), vinnuliður og efniskostnaður endurspeglast þar en hugsanlegt miðgildi gæti verið um 150.000 kr. - m/vsk. Svo fæst vsk endurgreiddur bæði af hleðslustöð og vinnulið uppsetningar.

Fyrir þá sem vilja ekki þurfa að spá í öllum þessum smáatriðum er hægt að fá ráðgjöf, val og kostnað á hleðslustöð ásamt löggiltum rafvirkja í verkið frá A-Ö hjá Rafbílastöðinni. Þá er veitt ráðgjöf við val hleðslustöð út frá þörfum viðskiptavinar og uppsetning á stöðinni. Rafvirki mætir svo með hleðslustöð og setur hana upp. Þessi ráðgjafa þáttur er mikilvægur til tryggja að valið sé út frá þörfum hvers og eins á sama tíma og ekki er farið í offjárfestingu eða skammtímalausn. Matið felur í sér aðstæður, þ.e tegund húsnæðis, rafbísl, notkunar einstaklings, staða heimtaugar o.s.frv.

Álagsstýring sem aðlagar það afl sem hægt er að nota til hleðslu rafbíla eftir heildarálagi húsnæðisins er t.d þörf og skörp leið fyrir fjölbýlishús en ekki síður sérbýli.

HLEÐSLUSTÖÐVAR

Söluaðilar hleðslustöðva eru flestir að bjóða flottar lausnir, gott að gera sér grein fyrir eiginleikum. Verð er mismunandi og eiginleikar og gæði eftir því. Hugsanlega ertu að kaupa stöð sem þú þarft svo að endurnýja eftir 2 ár eða kaupa stöð sem þú fullnýtir ekki. Hér er t.d hægt að sjá stutt myndband af heimahleðslustöð frá Vestel þar sem hægt er að stýra með Drive Green smáforritinu (e. app)., en hægt er að nálgast upplýsingar um slíkar stöðvar hjá Rafbílastöðinni.

Við hjálpum við að finna réttu lausnina út frá þínum óskum, hafðu samband við okkur og fáðu ráðgjöf með valið.

rafbilastodin@rafbilastodin.is.