Hversu hratt hleð ég rafbílinn minn ?

Það eru þrír megin þættir sem stjórna hleðsluhraða rafbíla. Gott er að átta sig á þessu til að gera í hugarlund vænta þörf við hleðslu miða við hefbundna og daglega notkun, tilfallandi lengri ferðir og/eða þegar verið er að ferðast um landið.

  1. Hversu mikið getur rafbíllinn tekið á móti ? Allir rafbílar hafa ákveðna móttökugetu þegar kemur að hleðslu annarsvegar í AC (hefbundin hleðsla) og svo DC (hraðhleðslu). Flestir rafbílar hlaða á milli 7-11 kW hraða á klst. Tesla Model 3 Long Range Dual Motor getur mest tekið 11 kW í AC hleðslu (hefbundin heimahleðsla, ekki hraðhleðsla DC) sem þýðir skv ev-database að Tesla fullhleður sig á 7,5 klst ef hann er tómur. Í hraðhleðslu CCS getur Tesla Model 3 LR tekið 250 kW í Supercharger sem þýðir hleðslutími um 20 mínútur. Þetta er með fyrirvara um að allir aðrir þættir tryggi hámarkshleðslu, m.a stöðu rafbíls og hámarksvirkni hleðslustöðvar. Renault Zoe er dæmi um rafbíl sem getur hlaðið á 22 kW í AC hleðslu. Nissan Leaf hleður t.d eingöngu á 3.6 kW en fyrir allflesta dugar það vel en drægni þess bíls er um 220 km. En hleðsluhraðinn er lengri ef rafhlaðan er stærri og styttri ef hún er minni, en drægnin er auðvitað einnig þá meiri / minni.

  2. Hversu öflug er hleðslustöðin ? Hleðslustöðvar eru annarsvegar AC frá 3,6 kW upp í 22 kW eða DC (Hraðhleðsla) þar sem þær eru yfirleitt í kringum 50 kW en fara mest í 360 kW. Porsche Taycan getur t.d tekið mest um 250 kW í DC hleðslu á meðan Audi e-tron getur tekið um1 50 kW. Það er því mikið samspil á milli móttökugetu rafbíls og hleðslugetu stöðvarinnar (AC eða DC) sem ræður hleðsluhraðanum. Til einföldunar má alltaf gera ráð fyrir að ná fullri hleðslu frá 30-60 mínútum. Eða það sem samsvarar einu stoppi í mat & drykk eða afsöppun við menningar- og/eða náttúruskoðun.

  3. Staða rafmagns eða grunnets þar sem hlaðið er. Þriðja forsendan fyrir því að ná hámarkshleðsluhraða (að því gefnu að forsendur 1 & 2 séu uppfylltar) er sú að það er hægt að vera 3fasa ,32A, 22 kW hleðslustöð en ef rafmagnið er ekki undirbúið fyrir slíkt þá takmarkast hleðsluhraðin. Sem dæmi ef við erum með einfasa rafmagn heima á 16A eða 32A þá næðum við t.d ekki að hlaða á 11 kW, aðeins 7,4 kW. Sem þó dugar vel.

    Þannig er samspil þessara þriggja þátta það sem stjórnar væntum hleðsluhraða rafbíla. Ytri þættir eins og stöðu rafhlöðunnar þegar stungið er í samband, en stundum er hleðsluferillinn mismunandi eftir hitastigi og/eða ef hleðslustöðin er ekki í fullri virkni. Annar ytri þáttur er ef að stöð er álagsstýrð í samspili við aðra rafmagnsnotkun eða aðra rafbílahleðslu má ætla að hleðsluhraði minnki þegar álag er meira til að jafna notkun.