Type 1 og Type 2 - CCS og Chademo

Til þess að hlaða rafbílinn þurfum við hleðslutengi / hleðslusnúru. Það eru tvær gerðir af hraðhleðslutengjum og tvær gerðir af hleðslutengjum fyrir venjulega hleðslu.

Hleðslutengi - Venjuleg hleðsla (AC)

  • Type 2 fyrir Evrópu markað og algengast á Íslandi.

  • Type 1 fyrir Asíu- og Ameríkumarkað

Hraðhleðslutengi (DC)

  • CCS, flestir eru með CCS í dag.

  • Chademo, Nissan Leaf og Kia Soul er t.d með Chademo.

Screen Shot 2021-03-30 at 19.43.35.png

Það er mimsunandi eftir framleiðendum og árgerðum rafbíla, sem og markaðssvæðum, hvor tengin eru notuð. Á heimasíðu ON er hægt að sjá töflu yfir tegund hleðslutengja rafbíla. Yfirlitsmynd yfir hleðslustöðvar ON sýnir hvað er í boði og þar eru flestar stöðvar með Type 2 tengi og allar hraðhleðslustöðvar hafa bæði CCS og Chademo. Nissan Leaf er t.d með Chademo tengi, Teslan Model 3 frá Evrópumarkaði er með CCS tengi, svo hefur Renault Zoe t.d ekki með verið með hraðhleðslutengi, en á móti er hámarkshleðslan 22 kW í gegnum AC. Tesla Model S og X eru með sérstakt Tesla tengi fyrir hraðhleðslu og þurfa millistykki ef þeir ætla að nota Chademo hraðhleðslu.

Það er gott að kynna sér hleðslutengið á þeim rafbíl sem haft er í huga ásamt innviðum og aðstæðum. Ef viðkomandi er í aðstöðu til að hlaða heima hjá sér þá er hægt að setja upp hleðslustöð eftir tengi þörfum rafbílsins. Í sumum tilfellum er einnig hægt að kaupa breytistykki og snúrur, t.d úr Type 2 í Type 1. Kíkti á aukahluta úrvalið hér.

Lykilatriði er að hafa í huga hvaða tengi er á bílnum og hafa ber í huga að ef þú kaupir rafbíl fluttan inn frá Ameríku þá er líklegast Type 1 tengi ásamt því að bifreiðin dettur úr ábyrgð þegar hann er fluttur á milli markaðssvæða.

Rafbílastöðin býður viðskiptavinum aukahluti á hagstæðu verði. Kíktu á úrvalið hér.

Hafðu samband við okkur og fáðu ráðgjöf.

rafbilastodin@rafbilastodin.is.