G0-9 er staðsetninga- og greiningarbúnaður sem er tengdur í OBD port bílsins og sækir gögn úr bifreiðinni í hugbúnað sem og veflægt flotastjórnunarkerfi sem heitir MyGeotab.
Geotab er með yfir 3 milljónir bifreiða í áskrift í um 130 löndum.
Kubburinn er einn sá framsæknasti á markaðnum þar sem hægt er að nálgast staðsetningu, akstursferðir og hegðun ásamt akstursmæli (ODO), gögn um hleðslu rafbíla o.s.frv.