Sífellt fleiri eru að verða rafbílaeigendur og gera um leið kröfu eða ætlast til að fjölbýlishúsið sem þau hyggjast kaupa, leigja eða flytja í séu með aðgengilegar hleðslulausnir. Þess vegna getur fjárfesting húsfélags í innviðum hleðslu í fjölbýli haft verulega jákvæð áhrif á verðmæti íbúða.
Offjárfestingar eiga sér stað þegar keyptar eru lausnir sem eru ekki nýttar nú né í framtíð og/eða hægt að fara aðrar leiðir. Slíkt felur í sér mun meiri kostnað sem óþarfi er að leggja út í. Þetta fer raunverulega eftir núverandi og væntum framtíðar þörfum, óskum og aðstæðum. En þær eru ekki alltaf rétt metnar.
Það eru þrír megin þættir sem stjórna hleðsluhraða rafbíla. Gott er að átta sig á þessu til að gera í hugarlund vænta þörf við hleðslu miða við hefbundna og daglega notkun, tilfallandi lengri ferðir og/eða þegar verið er að ferðast um landið.